Paleósíberísk tungumál
Útlit
Paleósíberísk tungumál er orð sem notað er í málvísindum til að flokka saman hóp lítilla tungumálaætta og óskyldra stakmála sem töluð eru í Norðaustur-Síberíu og Austur-Rússlandi. Paleósíberísk mál eru ekki skyld en þau eru flokkuð saman því talið er að þau hafa verið töluð á þessu svæði áður en mál eins og tyrkísk mál og rússneska bárust þangað.
Helst þessara mála er tjúktíska sem á sér um 12.000 málhafa yst í Norðaustur-Síberíu þar sem skemmst er til Alaska. Skylt tjúktísku er korjak, talað af um 6.000 á innri hluta Kamsjatkaskaga. Á svipuðum slóðum er að finna þriðja málið í þessum flokki, ítelmen, sem nú á sér aðeins um 500 málhafa.
Óskyldu málin sem þó eru sett í þennan hóp eru gjiljak, ket og júkagír.