Púls

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Að mæla púlsinn á úlnliðnum

Púls eða hjartsláttartíðni á við hve mörgum sinnum hjartað herpist saman og slakar á (slær) á einni mínútu. Ef hjartað slær til dæmis 60 sinnum á einni mínútu þá er púlsinn sagður vera 60. Við stórar hreyfingar þurfa vöðvarnir meiri orku og þannig slær hjartað hraðar og púlsin hækkar. Hins vegar hægir hjartað á sér þegar dregur úr líkamsvirkni og púlsinn lækkar.

Til eru margar leiðir til að mæla púls einstaklings, en sú einfaldasta er að setja tvo fingur á stað þar sem stór slagæð liggur nálægt yfirborði húðarinnar og ýta aðeins þannig að hún snerti bein. Helstu staðirnir á líkamanum þar sem mæla má púlsinn eru á hálsnum, innan við olnbogann, á úlnliðnum, aftan á hnénu, nálægt ökklanum og á fætinum. Það má einnig mæla púlsinn með því að hlusta á hjartað með hlustunarpípu.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.