Ostruvængur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ostruvængur
Pleurotus ostreatus
Pleurotus ostreatus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Agaricomycetes
Undirflokkur: Homobasidiomycetidae
Ættbálkur: Kempubálkur (Agaricales)
Ætt: Vængsveppsætt (Pleurotaceae)
Ættkvísl: Pleurotus
Tegund:
P. ostreatus

Tvínefni
Pleurotus ostreatus
(Jacq.) P. Kumm., 1871[1]
Samheiti


Ostruvængur (eða ostrusveppur) (fræðiheiti Pleurotus ostreatus[2]) er tegund matsveppa sem eru ræktaðir víða um heim til matar. Hann var fyrst ræktaður í fyrri heimstyrjöld í Þýskalandi sem uppbótarfæða. Einnig hefur hann verið notaður til að brjóta niður mengandi efni í náttúrunni. Hann vex yfirleitt á dauðum viði (sérstaklega af ösp, elri og öðrum hraðvöxnum tegundum), en þrífst á margs konar ræktunarefni. Hann nærist einnig á þráðormum.[3]

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Nokkur óreiða hefur verið í flokkun á tegundinni í gegnum tíðina, eins og sjá má á fjölda samheita. Ekki hefur hjálpað að eintökin sem Fries lýsti finnast ekki lengur. Nýlegar aðferðir í erfðagreiningu hafa hjálpað að nokkru við að greiða úr flækjunni.

P. florida virðist vera í raun afbrigði sem þroskast í meiri hita en megingerðin (24°C og upp), en P. pulmonarius og P. populinus eru taldar alveg aðskildar tegundir, þrátt fyrir að vera næstum alveg eins.[4] Mörg ræktunarafbrigði sem eru skráð sem P. ostreatus eru í raun P. pulmonarius og öfugt.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Útbreiðsla ostruvængs er í laufskógum á norðurhveli og að einhverju marki í barrskógum.

Ostruvængur hefur fundist villtur á Íslandi.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kummer, P. (1871) , In: Führ. Pilzk. (Zerbst):104.
  2. Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2019). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2019 Annual Checklist“. Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X. TaxonID: 42168008. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. desember 2019. Sótt 11. nóvember 2019.
  3. Lee, Ching-Han; Chang, Han-Wen; Yang, Ching-Ting; Wali, Niaz; Shie, Jiun-Jie; Hsueh, Yen-Ping (2. mars 2020). „Sensory cilia as the Achilles heel of nematodes when attacked by carnivorous mushrooms“. Proceedings of the National Academy of Sciences. 117 (11): 6014–6022. doi:10.1073/pnas.1918473117. ISSN 0027-8424. PMC 7084146. PMID 32123065.
  4. Paul Stamets, Growing Gourmet and Medicinical Mushrooms Third Edition, Ten Speed Press, Berkeley – Toronto, ISBN 978-1-58008-175-7, 2000 bls. 309
  5. Helgi Hallgrímsson (2010). Sveppabókin. Skrudda. bls. 347. ISBN 978-9979-655-71-8.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.