Alþjóðaveðurfræðistofnunin
Útlit
(Endurbeint frá Organisation météorologique mondiale)
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (enska: World Meteorological Organization, WMO, franska: Organisation météorologique mondiale, OMM) er sérhæfð alþjóðastofnun innan Sameinuðu þjóðanna á sviði veðurfræði, vatnafræði og skyldra geina. Höfuðstöðvar eru í Genf í Sviss. Komið á fót 23. mars 1950 og tók þá við af International Meteorologcal Organization, sem hafði starfað frá 1873. Stofnunin hefur reynt að vekja athygli á sérstökum þáttum í samspili veðurs og manns með því að halda upp á stofndaginn og titlað hann alþjóðlega veðurdaginn. Aðildarríki eru 187 og Ísland á meðal þeirra.