Fara í innihald

Regnbogasilungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Oncorhynchus mykiss)
Regnbogasilungur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Undirflokkur: Nýuggar (Neopterygii)
Innflokkur: Teleostei
Ættbálkur: Laxfiskar (Salmoniformes)
Ætt: Laxfiskaætt (Salmonidae)
Ættkvísl: Oncorhynchus
Tegund:
O. mykiss

Tvínefni
Oncorhynchus mykiss
(Walbaum, 1792)

Regnbogasilungur eða regnbogaurriði (fræðiheiti Oncorhynchus mykiss) er laxfiskur. Náttúruleg heimkynni sínum regnbogasilungs eru við vesturströnd Norður-Ameríku og er hann af sömu ættkvísl og kyrrahafslaxar. Á Íslandi fjölgar hann sér ekki út í náttúrunni.

Regnbogasilungur þolir meira hitasvið og þarf ekki eins hreint og súrefnisríkt vatn og urriði og bleikja. Regnbogasilung var dreift um alla Norður-Ameríku á nítjándu öld og var fluttur til Bretlands um 1880 til eldis í vötnum. Hann þótti skemmtilegri veiðifiskur en karpar og aborrar sem voru algengir í þessum vötnum.

Regnbogasilungur var seinna fluttur til annarra Evrópulanda, hann var fluttur til Noregs 1908 og til Íslands um 1950. Stofninum á Íslandi var eytt vegna nýrnaveiki en var fluttur inn aftur. Regnbogasilungur berst hingað einnig öðru hvoru í sjó og koma þeir fiskar sennilega úr fiskeldi í Færeyjum. Regnbogasilungur er notaður í fiskeldi en einnig er honum sleppt í vötn til sportveiða. Regnbogasilungur hrygnir á vorin og hrognin klekjast á haustin og því lifa seiðin ekki af veturinn á norðlægum slóðum og er regnbogasilungur því aðeins eldisfiskur í Evrópu. Hann er vinsæll í fiskeldi því hann vex hratt og er ódýr í eldi. Hann verður 25 sm langur eftir 2-3 ár og um 1 kg eftir 3-4 ár. Hængar verða kynþroska eins til tveggja ára gamlir og hrygnur tveggja til þriggja ára.

  • „Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.