Olga Færseth
| Olga Færseth | ||
| Upplýsingar | ||
|---|---|---|
| Fæðingardagur | 6. október 1975 | |
| Fæðingarstaður | Keflavík, Ísland | |
| Leikstaða | Framherji | |
| Yngriflokkaferill | ||
| Keflavík | ||
| Meistaraflokksferill1 | ||
| Ár | Lið | Leikir (mörk) |
| 1991 | ÍBK | 12 (54) |
| 1992-1994 | Breiðablik | 46 (53) |
| 1995-2002 | KR | 118 (161) |
| 2003-2005 | ÍBV | 41 (52) |
| 2006-2008 | KR | 52 (43) |
| 2010 | Selfoss | 4 (3) |
| Landsliðsferill2 | ||
| 1991-1992 1993-1995 1994-2006 |
Ísland U-17 Ísland U-21 Ísland |
9 (6) 9 (3) 54 (14) |
|
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk | ||
Andrea Olga Færseth (f. 6. október 1975) er íslensk fyrrum knattspyrnu- og körfuknattleikskona. Hún hóf íþróttaferill sinn í körfubolta með Keflavík.
Í körfuboltanum varð hún Íslandsmeistari fjórum sinnum (1992, 1993, 1994 og 1995),[1] spilaði 16 landsleiki[2] og setti stigamet í lokaúrslitunum 1994 fyrir Keflavík, þar sem hún skoraði 111 stig í 5 leikjum.[1]
Knattspyrnuferill hennar byrjaði með Breiðablik þar sem hún varð Íslandsmeistari tvisvar sinnum (1992 og 1994).[3][4] 1995 gekk hún til liðs við Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Með KR varð hún Íslandsmeistari fjórum sinnum í röð (1997, 1998, 1999 og 2000).[5][6][7][8] Á knattspyrnuferli sínum hefur hún skorað 262 mörk í 202 leikjum og er langmarkahæsta knattspyrnukona landsins.[2] Hún lauk ferlinum sínum með Ungmennafélaginu Selfoss þar sem hún skoraði 2 mörk í jafnmörgum leikjum.[9][10]