Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kvennalandsliðið í fótbolta
Gælunafn Stelpurnar okkar
Íþróttasamband Knattspyrnusamband Íslands
Álfusamband UEFA
Þjálfari Freyr Alexandersson
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
19
15 (September 2011)
21 (September 2006)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
Fáni Skotlands Skotland 3-2 Ísland Fáni Íslands
(Kilmarnock, Skotlandi; 20. september, 1981)
Stærsti sigur
Fáni Íslands Ísland 12-0 Eistland Fáni Eistlands
(Reykjavík, Íslandi; 17. september, 2009)
Mesta tap
Fáni Þýskalands Þýskaland 8-0 Ísland Fáni Íslands
(Mannheim, Þýskalandi; 28. júní, 1996)
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 8-0 Ísland Fáni Íslands
(Charlotte, Bandaríkjunum; 5. apríl, 2000)
Evrópumeistarakeppni kvenna
Keppnir 3 (fyrst árið 1995)
Besti árangur 8. liða úrslit

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu er í 15. sæti styrkleikalista FIFA og hefur tekið tvisvar sinnum þátt í Evrópumeistarakeppni kvenna á EM 2009 og EM 1995. Frá árinu 2009 hefur liðið tekið þátt í Algarve Cup í Portúgal.

 • Fyrsti landsleikurinn var 2-3 tap gegn Skotlandi, 20. september 1981.
 • Stærsti sigurinn er 12-0 gegn Eistlandi, 17. september 2009.
 • Stærstu ósigrar:
  • 0-8 gegn Þýskalandi, 28. júní 1996.
  • 0-8 gegn Bandaríkjunum, 5. apríl 2000.

Saga kvennalandsliðsins[breyta | breyta frumkóða]

Íslenska kvennalandsliðið var stofnað árið 1981. Fyrsti leikur liðsins var á sama ári, gegn Skotum, þar sem skotarnir unnu naumlega 3-2.[1] Kvennalandsliðið tók síðan þátt í fyrsta skipti í Evrópukeppni ári síðar.[2]

Árið 1984 hætti kvennalandsliðið í evrópukeppninni. Ákvörðunin var gerð af Knattspyrnusambandi Íslands, og mikil óánægja var á meðal landsliðskvenna sem söfnuðu 2.129 undirskriftum gegn ákvörðun KSÍ. Fyrir ákvörðun KSÍ hafði liðið spilað 6 leiki í evrópukeppninni frá stofnun kvennalandsliðsins. Ákvörðuninn þýddi jafnframt að liðið gæti ekki keppt í evrópsku keppninni fyrr en 1987.[3] Á árinu 1987 tók við að kvennalandsliðið var lagt niður, og var ekki endurvakið fyrr en 1993.[4]

Einu ári eftir endurvakningu kvennaliðsins komst liðið í átta liða úrslit Evrópukeppninnar og munaði litlu, að liðið fengi að leika í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar. Ásta B. Gunnlaugsdóttir, knattspyrnukona var jafnframt valin knattspyrnumaður ársins.[5] Á árinu 2001 urðu tvær landsliðstelpur atvinnumenn í Bandaríkjunum, þær Rakel Ögmundsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. Sama ár komst KR í fyrsta skipti í Evrópukeppni. Kvennalandsliðið sjálft komst jafnframt í undankeppni heimsmeistarakeppninnar.[4] Þremur árum síðar spilaði kvennalandsliðið í fyrsta skipti innanhús.[6]

Á árinu 2008 urðu straumhvörf hjá kvennalandsliðinu. 10 landsliðskonur urðu atvinnumenn, þær Guðbjörg Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Edda Garðarsdóttir, Ólína Viðarsdóttir, Ásta Árnadóttir, Þóra Helgadóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir.[7] Kvennalandsliðið var á sama tímabili það fyrsta A-liða Íslands sem komst í lokakeppni stórmóts.

Þjálfarar kvennalandsliðsins[breyta | breyta frumkóða]

Sigurður Hannesson 1981-1984
Logi Ólafsson 1993-1994
Kristinn Björnsson 1995-1996
Vanda Sigurgeirsdóttir 1997-1999
Þórður Georg Lárusson 1999-2000
Logi Ólafsson 2000
Jörundur Áki Sveinsson 2000-2003
Helena Ólafsdóttir 2003-2004
Jörundur Áki Sveinsson 2004-2006
Sigurður Ragnar Eyjólfsson 2007-2013
Freyr Alexandersson 2013-núverandi

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Leikir kvennalandsliðsins frá upphafi". Knattspyrnusamband Íslands. Skoðað 25. september, 2010.
 2. „Kvennalandsliöið leikur við Noreg á laugardaginn". Morgunblaðið. 25. ágúst.: 30. Skoðað 25. september, 2010.
 3. „Eina lausnin að stofna sérsamband". Morgunblaðið. 1. júlí.: 4. Skoðað 25. september, 2010.
 4. 4,0 4,1 „Kvennaknattspyrnan á uppleið". Morgunblaðið, B blað. 18. ágúst.: 2. Skoðað 25. september, 2010.
 5. „Íþróttaárið 1994". Morgunpósturinn, Sport. 29. desember.: 34. Skoðað 25. september, 2010.
 6. „Skrítið að spila innanhúss". Fréttablaðið. 13. mars.: 56. Skoðað 25. september, 2010.
 7. Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Hugarfar sigurvegarans". (pdf) .: 20. Geymt frá upphaflegu greininni 22. mars 2010. Skoðað 25. september, 2010.