Notandi:Tjörvi Schiöth/sandkassi
Lúðvík Kristjánsson (2. september 1911 – 1. febrúar 2000)[1] var fræðimaður og rithöfundur, sem er þekktastur fyrir að hafa skrifað ritið Íslenskir sjávarhættir sem kom út í fimm bindum á árunum 1980-86.
Æviferill
[breyta | breyta frumkóða]Lúðvík var fæddur og uppalinn í Stykkishólmi, foreldrar hans voru hjónin Kristján Árnason sjómaður og Súsanna Einarsdóttir. Lúðvík stundaði sjó á unglingsárunum, en hélt síðan til náms suður í Hafnarfirði, lauk gagnfræðaprófi við Flensborg 1929 og síðan kennaraprófi við Kennaraskóla Íslands 1932. Hann sat námskeið í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands á árunum 1932-1934, þar sem hann naut meðal annars leiðsagnar Sigurðar Nordal prófessors. Lúðvík starfaði sem kennari við Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík 1934-1944. Árið 1937 gerðist hann einnig ritstjóri Ægis, tímarits Fiskifélags Íslands, og var jafnramt kennari á vélstjóranámskeiðum félagsins til ársins 1954.[2] Hann var einnig ritsjóri Fálkans 1939 og Sjómannadagblaðsins 1941 og 1943.[1]
Þann 30. október 1936 kvæntist Lúðvík eiginkonu sinni, Helgu Jónsdóttur Proppé.[3]
Eftir 1954 snéri Lúðvík sér alfarið að rannsóknum og ritstörfum, og skrifaði á sínum ferli margar bækur, ritgerðir og greinar í tímaritum, sem og blaðagreinar. Hann hafði áður rannsakað örnefni á Snæfellsnesi.[4] Frá 1964 helgaði Lúðvík sig alfarið rannsóknum á íslenskum sjávarháttum, en kona hans Helga aðstoðaði hann við verkið.[1] Það átti eftir að verða hans "magnum opus", eða helsta ritverk. Íslenskir sjávarhættir kom út í fimm bindum á árunum 1980-86.
Lúðvík segir sjálfur frá, að þegar hann var úti á sjó á sínum unglingsárum, hafi hann kynnst eldri sjómönnum sem gerðu honum grein fyrir því "hversu nauðsynlegt væri að bjarga frá gleymsku lýsingu á lífi og háttum þeirra fiskimanna, sem sótt hefðu sjó á árabátum, ferðast milli landsfjórðunga og búið í verbúðum."[5] Rannsóknir hans beindust því að sjávarháttum fyrr á öldum, þegar haldið var til sjós á árabátum, og einnig gerði Lúðvík víðtækar rannsóknir á verstöðvum Íslands. Í Íslenskum sjávarháttum er að finna verstöðvatal fyrir allt landið, sem sagnfræðingurinn Gunnar Karlsson hefur kallað "ómetanlegt."[6]
Árið 1981 var Lúðvík gerður heiðursdoktor við Háskóla Íslands, en sama ár gaf Sögufélagið út ritið Vestræna, sem er samansafn af ritgerðum hans.[1]
Lúðvík varð bráðkvaddur þann 1. febrúar 2000.
Í könnun Kiljunnar á RÚV 2014, á vali á "íslenskum öndvegisbókmenntum", lenti ritið Íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson í 117. sæti.[7]
Ritskrá Lúðvíks Kristjánssonar
[breyta | breyta frumkóða]Bækur
[breyta | breyta frumkóða]- 1948 – Við fjörð og vík: Endurminningar Knud Zimsen, I. Reykjavík: Helgafell.
- 1951 – Bíldudalsminning Ásthildar og Péturs J. Thorsteinsson. Reykjavík: Ísafold.
- 1952 – Úr bæ í borg: Endurminningar Knud Zimsen II. Reykjavík: Helgafell.
- 1953 – Vestlendingar I. Reykjavík: Heimskringla.
- 1955 – Vestlendingar II, fyrri hluti. Reykjavík: Heimskringla.
- 1960 – Vestlendingar II, seinni hluti. Reykjavík: Heimskringla.
- 1961 – Á slóðum Jóns Sigurðssonar. Skuggsjá.
- 1962-63 – Úr heimaborg í Grjótaþorp. Ævisaga Þorláks Ó. Johnson I-II. Skuggjsá.
- 1980-86 – Íslenskir sjávarhættir I-V. Reykjavík: Menningarsjóður.
- 1981 – Vestræna: Ritgerðir gefnar út í tilefni sjötugsafmælis höfundar. Reykjavík: Sögufélag.
- 1991 – Jón Sigurðsson og Geirungar: neistar úr sögu þjóðhátíðaráratugar. Reykjavík: Menningarsjóður.
Bókarkaflar
[breyta | breyta frumkóða]- 1974 – "Tange og tare: Island." Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, XVIII.
Fræðigreinar
[breyta | breyta frumkóða]- 1967 – "Hafgerðingar." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1967: bls. 59-70.
- 1964 – "Grænlenzki landnemaflotinn og breiðfirzki báturinn." Árbók hins íslenska fornleifafélags, 1964, bls. 20-68.
- 1971 – "Úr heimildahandraða seytjándu og átjándu aldar." Saga IX: tímarit sögufélags, 1971, bls. 123-170.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON“. www.mbl.is. Sótt 15. nóvember 2021.
- ↑ Einar Laxness (1981). Vestræna. Sögufélag. bls. xii-x.
- ↑ Einar Laxness (1981). Vestræna. Sögufélag. bls. x.
- ↑ Einar Laxness (1981). Vestræna. Sögufélag. bls. ix.
- ↑ Lúðvík Kristjánsson (1980). Íslenskir sjávarhættir I. Menningarsjóður. bls. 471.
- ↑ Gunnar Karlsson (2009). Lífsbjörg Íslendinga frá 10. öld til 16. aldar: Handbók í íslenskri miðaldasögu III. Háskólaútgáfan. bls. 170.
- ↑ „Öndvegisbókmenntir - 2014“. RÚV. 18. mars 2016. Sótt 15. nóvember 2021.