Notandi:TinnaHrund/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af þeim hluta Súðavíkur þar sem flóðið féll, þar sem áður stóð svo kölluð gamla byggð.
Súðavík við Álftafjörð í Ísafjarðardjúpi

Þorpið Súðavík stendur við Álftafjörð við vestanvert Ísafjarðardjúp. Fjörðurinn hefur meginstefnuna SSV–NNA, en sveigir örlítið yst og opnast til norðurs. Kauptúnið í Súðavík er byggt upp í landi hins gamla góðbýlis og útvegsjarðar í Súðavík og að nokkru leyti einnig í landi Traðar.

Mánudaginn 16. janúar 1995, kl.06:25, féll eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar. Það féll á gömlu byggðina í Súðavík í Álftafirði. Af þeim 25 húsum sem voru á áfallasvæðinu voru 7 sem hýstu fyrirtæki og stofnanir. Þannig urðu 18 íbúðarhús fyrir flóðinu. Þann 1. desember 1995 voru 227 manns skráðir til heimilis í þorpinu Súðavík, skv. upplýsingum Hagstofunnar. Talið er að um 65 manns hafi verið með fasta búsetu í íbúðarhúsunum á áfallasvæðinu, en 62 þeirra hafi verið heima. Af þeim slösuðust 10 manns og 14 létust. Sumir komust af sjálfsdáðum úr húsarústunum en björgunarsveitir og sjálfboðaliðar fundu aðra. Sá síðasti sem fannst á lífi var 12 ára gamall drengur. En hann hafði þá legið í húsarústum, kaldur og hrakinn, í alls 23 klukkustundir. Á þessum tíma hafði geysað óveður á Vestfjörðum og var landleiðin milli Ísafjarðar og Súðavíkur ófær sökum snjóa og fjölmargra snjóflóða sem höfðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Björgunarlið, læknar, lögreglumenn og sjálfboðaliðar voru því flutt frá Ísafirði og nágrannasveitum sjóleiðis. Djúpbáturinn Fagranes spilaði stóran þátt í því verkefni. Á fjórða hundrað björgunarsveitarmanna af Vestfjörðum og björgunarmenn úr 10 sveitum á SV horni landsins tóku þátt í aðgerðum í Súðavík. Þar af 8 björgunarsveitarmenn í björgunarsveitinni Kofra í Súðavík. Þá er ótalinn fjöldi sjálboðaliða frá Súðavík og nágrannabyggðum sem lögðu lið. Notaðir voru leitarhundar af Vestfjörðum og frá Björgunarhundasveit Íslands. Snjóflóðið kom úr fjallinu ofan byggðarinnar, Súðavíkurfjalli, sem er 680 metrar y/s Talið er að 60.000 til 80.000 tonn af snjó hafi runnið niður hlíðina á 150 km. Hraða (í 100 metra hæð y/s), en á 65 km. hraða þegar það skall efstu húsunum. Talið er að flóðið hafi verið 400 metrar að breidd. Fyrst sem „hengjuhlaup“ sem síðar kom af stað „flekaflóði“. Þegar uppbygging byggðarinnar í Súðavík hófst var íbúðarbyggðin færð innar í Álftafjörðinn, á öruggan stað.