Bjargvættirnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Björgunarsveitin)
Stökkva á: flakk, leita

Bjargvættirnir (enska: The Rescuers) er bandarísk teiknimynd framleidd af Walt Disney Productions. Myndin byggir á bókum eftir enska rithöfundarins Margery Sharp, aðallega bókunum The Rescuers og Miss Bianca. Myndin var frumsýnd þann 22. júní 1977.

Kvikmyndin var tuttugasta og þriðja kvikmynd Disney-kvikmyndaversins í fullri lengd. Leikstjórar myndarinnar voru þeir Wolfgang Reitherman, John Lounsbery og Art Stevens. Framleiðandinn var Wolfgang Reitherman. Handritshöfundar voru Larry Clemmons, Vance Gerry, Ken Anderson, Frank Thomas, Burny Mattinson, Fred Lucky, Dick Sebast og Dave Michener. Tónlistin í myndinni er eftir Artie Butler, Sammy Fain, Carol Connors, Ayn Robbins og Shelby Flint. Framhaldsmyndin Benni og Birta í Ástralíu (enska: The Rescuers Down Under) var gefin út árið 1990 í kjölfar velgengni myndarinnar.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.