Notandi:Ragnarpetur/sandbox
Kántrí rokk | |
---|---|
Uppruni | Seint í sjöunda áratugnum í suður og vestur Bandaríkjunum |
Hljóðfæri | Gítar, bassi, trommur, Píanó |
Vinsældir | Vinsælast í Kaliforníu en náði góðri dreifni alls staðar í Bandaríkjunum |
Tengdar stefnur | |
Kántrí – Fólks rokk - Rokk |
Kántrí rokk (e. Country rock) líka þekkt sem fólks rokk og suðrænt rokk [1] er undirflokkur af kántrí tónlist sem er samblanda af rokki og kántrí. Þegar talað er um kantrí rokk er oftast verið að vísa í tónlistina hjá rokk tónlistarmönnum sem byrjuðu að spila með miklum kántrí áhrifum. Þar má nefna Neil Young, The Byrds og Bob Dylan. Kántrí rokk var vínsælast á áttunda áratugnum þegar Eagles voru upp á sitt besta.[2]
Tónlistarstíll
[breyta | breyta frumkóða]Hið almenna kántrí rokk lag er auðsjánlega rokk lag en notar að minnsta kosti eitt hljóðfæri sem er vanalega bara í hefðbundnu kántrí eins og t.d. fiðla, flygill eða mandólín. Oftast er líka flest hljóðfæri órafmögnuð fyrir utan bassa. Það tíðkast oft að radda samhljómar eru í kántrí stílnum.[1]
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Seint á sjöunda áratugnum þá var rockabilly alveg horfið frá tónlistarsenunni og mótkúltúrinn eða hippahreyfingin var í fullum krafti. Í þessu umhverfi gat kántrí rokk þróast. Platan hans Bob Dylan Nashville Skyline hafði mikil áhrif á að kántrí og rokk gátu runnið saman, þar sem að Bob Dylan var var virtur í rokk senunni þá opnaði sú plata kántrí senuna fyrir rokkara.[3][1]
Gram Parsons er oft talinn vera faðir kántrí rokks. Hann var meðlimur í The International Submarine Band, the Byrds og The Flying Burrito Brothers. Þessi lagasmiður var frumkvöðull að því að rokkhljómsveitir spiluðukántrí tónlist en sem sóló listamaður fór hann meir og meir í kantrítónlistina. Gram Parsons seldi ekki mikið af plötum en hann hafði mikil áhrif á tónlistarmenn í kringum sig með sínum sérkennilega stíl. Það mætti segja að Gram Parsons hafi haft mestu áhrifin á kántrí rokk en Neil Young er best þekkti kántrí rokk tónlistarmaðurinn. Öll hans verk með Buffalo Springfield, Crosby, Stills, Nash & Young og líka sólóplöturnar hans hafa verið undir miklum áhrifum frá kántrítónlist og hafa átt mikinn þátt í að skapa kántrí rokk.[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Robert Fontenot. „Oldies Music Glossary: "Country Rock"“. Sótt 10. Mars 2013.
- ↑ 2,0 2,1 Paul Rhodes. „Country Rock 101“. Sótt 10. Mars 2013.
- ↑ Biography.com. „Bob Dylan biography“. Sótt 10. Mars 2013.