Fara í innihald

Notandi:Queer4wiki/Hinsegin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein er enn í drögum, hér geturðu unnið áfram í greininni. Eftir að hafa vistað breytingar geturðu ýtt hér til að flytja greinina á réttan titil. Þú getur beðið um hjálp með hvað sem er á spjallsíðu greinarinnar.

Að vera hinsegin er allskonar. Hinsegin er regnhlífarhugtak sem nær yfir allt það sem fellur ekki undir þætti eins og að vera gagnkynhneigður, sískynja, markkynja og að passa í þau kynhlutverk sem viðgangast í samfélaginu.[1]

Hvað er hinsegin?

Hinsegin er meðal annars lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, eikynhneigðir, pankynhneigðir, BDSM hneigðir, fjölkærir (e. polyamorous), intersex fólk, trans og kynsegin fólk.[2]

Uppruni orðsins hinsegin

Hinsegin var orð sem notað hefur í gegnum árin verið um hinsegin fólk, þá einkum samkynhneigða, í niðrandi tilgangi. Í orðabók er hinsegin skilgreint sem það sem er öðruvísi, það sem er ekki „svona“. Orðið á sér því dökka sögu af jaðarsetningu og mismunun og var hinsegin fólk álitin öðruvísi og því hinsegin. Síðan þá hefur merkingin barvið orðið breyst og hefur í dag hinsegin svipaða merkingu og queer í ensku. Hinsegin fólk tók orðið sem var notað gegn þeim og gerði það að sínu. Orðið öðlast þannig jákvæðari merkningu. [3] Q - Félag hinsegin stúdenta var fyrsta félagið til þess að opinberlega taka orðið hinseign inn í nafnið sitt, en það bar áður heitið Félag samkynhneigðra stúdenta, FSS. [4] Samtökin '78 fylgdu fljótt á eftir og var undirskrift félagsins breytt úr Félag lesbía og homma á Íslandi í Félag hinsegin fólks á Íslandi. [5] Notkun orðsins hefur síðan þá aukist verulega og er núna notað á landsvísu um hinseign fólk.

Stafasúpan

Oft þegar verið er að tala um hinsegin fólk er stafarunan LGBTQIA+ talin upp í hinum ýmsu myndum. Sumar þeirra eru LGBT+, LGBTQ+, LGBTQQIA2SPA og svo framvegis. Algengasta útgáfan er LGBT en það snertir aðeins á fjórum hliðum hinseginleikanum sem er mikið fjölbreyttari en svo. Plúsnum, +, var bætt við og stendur fyrir þær hliðar hinseginleika sem eru ekki taldir upp í stafarununni á undan plúsnum. Þar sem fólk veit almennt ekki um hvaða útgáfu það á að nota þá nota flestir orðið hinsegin í staðinn.[6]

Tilvísanir