Fara í innihald

Konungsríkið Norðymbraland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Northhumbria)
Þessi grein fjallar um miðaldakonungsríkið. Um nútímasýsluna, sjá Norðymbraland.
Konungsríkið Norðymbraland um árið 800 e.Kr.

Konungsríkið Norðymbraland (enska: Northumbria eða Northhumbria, fornenska: Norþanhymbra eða Norþhymbre) var konungsríki sem var til á miðöldum, undir stjórn Engla, á því svæði sem er nú Norður-England og Suðaustur-Skotland. Seinna varð Norðymbraland jarlsdæmi í konungsríkinu England á tíma Engilsaxa. Nafnið er dregið af því að ríkið lá norðan við ána Humber.

Æthelfrith konungur myndaði Norðymbraland í miðhluta Stóra-Bretlands á tíma Engilsaxa. Í byrun 7. aldar sameinuðust konungsríkin Bernicia og Deira. Samkvæmt skrifum Hinriks af Huntingdon frá 12. öld var Norðymbraland eitt ríkjanna sjö í Sjökonungaríkinu. Þegar konungsríkið var víðlendast náði það rétt suður fyrir ána Humber, vestur til árinnar Mersey og norður til Forth (það er að segja frá Sheffield til Runcorn til Edinborgar). Til er sönnunargagn sem bendir til þess að það gæti hafa verið miklu stærra.

Síðara og minna jarlsdæmið varð til þegar suðurhluti Norðymbralands (áður fyrr Deira) var tekinn yfir af Danalögum. Í fyrstu hélt norðurhlutinn (áður fyrr Bernicia) stöðu sem konungsríki en síðar var það gert að jarlsdæmi undir stjórn Dana, og hélt nafninu þegar Wessex kollvarpaði Danalögum. Jarlsdæmið náði yfir svæðið á milli ánna Tees í suðri og Tweed í norðri (nokkurn veginn það svæði sem er nú kallað Norðaustur-England). Miklar deilur voru um þetta land, en að lokum var það sameinað Englandi með York-samkomulaginu árið 1237.

Nú er orðið „Northumbria“ mikið notað í nöfnum samtaka og annarra stofnana á svæðinu, til dæmis háskólinn í Norðymbralandi (e. University of Northumbria), og í nöfnum lögregluliða í Norðaustur-Englandi. Annars er orðið ekki notað í daglegu tali og er ekki opinbert nafn Norðaustur-Englands, sem Bretland og Evrópusambandið setja sem skilyrði.

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði og sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.