Nicolas Mignard
Jump to navigation
Jump to search
Þetta æviágrip sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Portrett af Molière eftir Nicolas Mignard frá 1658.
Nicolas Mignard (7. febrúar 1606 – 20. mars 1668) var franskur listmálari. Hann var bróðir listmálarans Pierre Mignard og fæddist í Troyes. Hann varði tveimur árum í námsferð á Ítalíu þar sem hann tileinkaði sér verk Annibale Carracci og Francesco Albani. Eftir það setti hann upp vinnustofu í Avignon. Árið 1660 boðaði Mazarin kardináli hann til Parísar þar sem Loðvík 14. fékk hann til að skreyta hluta Tuileries-hallar.
