Fara í innihald

Newark (New Jersey)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Newark)

Newark er stærsta borgin í New Jersey í Bandaríkjunum. Íbúar borgarinnar voru rúmlega 285 þúsund árið 2017 og var þar með 64. stærsta borg Bandaríkjanna. Borgin var stofnuð árið 1693 sem bæjarfélag en hlaut borgarréttindi þann 11. apríl 1836.

Newark liggur um 8 km vestan Manhattan-eyju og rúmlega 3 km norðan Staten Island. Borginni er skipt í fimm svæði eða borgarhluta: Norður-, suður-, vestur-, austur- og mið-hluta.

Höfn borgarinnar er ein af meginhöfum stórborgarsvæðis New York-borgar. Borginni þjónar Newark Liberty International Airport, sem er einn af þremur meginflugvöllum stórborgarsvæðisins og elstur þeirra.

Newark.
Newark
Fólksfjöldi eftir árum

1790 - 1.000
1800 - 6.000
1830 - 10.953
1840 - 17.290
1850 - 38.894
1860 - 71.941
1870 - 105.059
1880 - 136.508
1890 - 181.830
1900 - 246.070
1910 - 347.469
1920 - 414.524
1930 - 442.337
1940 - 429.760
1950 - 438.776
1960 - 405.220
1970 - 381.930
1980 - 329.248
1990 - 275.221
2000 - 273.546
2006 - 281.402
2010 - 277.140