Álfgeir (landnámsmaður)
Útlit
Álfgeir var landnámsmaður í Skagafirði og nam land á Efribyggð, eða eins og segir í Landnámabók „um Álfgeirsvöllu og upp til Mælifellsár og bjó á Álfgeirsvöllum“. Austurmörk landnámsins eru þó óljós því Landnáma segir ekkert um það hver nam land á Neðribyggð og kann að vera að landnám Álfgeirs hafi einnig náð þangað. Sveitarnafnið Álfgeirsvellir er óþekkt en bær með því nafni hefur verið þarna frá fornu fari og má vel vera að Landnámuhöfundur hafi ruglast því hann virðist hafa verið ókunnugur í Skagafirði.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Landnámabók“.
- Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.