Fara í innihald

Þorviður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorviður var landnámsmaður í Skagafirði. Landnám hans var í Lýtingsstaðahreppi en óljóst er hvar því að samkvæmt Landnámabók virðast þeir hafa numið sama svæði, milli Mælifellsár og Giljár (nú Gljúfurár), hann og Vékell hamrammi. Þess hefur verið getið til að Þorviður hafi numið Neðribyggð alla eða mestalla, en í Landnámabók er ekkert sagt um hver nam þá sveit. Hugsanlegt er líka að Þorviður hafi numið landið á undan og yfirgefið það en Vékell hafi síðan numið það að nýju.

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.