Vékell hamrammi
Útlit
Vékell hamrammi var landnámsmaður í Skagafirði. Hann nam land á Fremribyggð, ofan frá Gilá (nú Gljúfurá) til Mælifellsár og bjó á Mælifelli. Raunar er Þorviður landnámsmaður einnig sagður hafa numið þetta land en það er trúlega misskilningur höfundar Landnámu. Vékell fór suður á fjöll í könnunarferð og „kom til hauga þeirra er heita Vékelshaugar; hann skaut milli hauganna og hvarf þaðan aftur“.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Landnámabók“.
- Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.