Fara í innihald

Natto

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Natto
Natto borðað með hrísgrjónum
natto skálar
Natto skálar á japönsku morgunverðarborði á hóteli með viðvörun til erlendra gesta.

Natto eða Nattō (納豆) er hefðbundinn japanskur matur sem gerður er úr gerjuðum heilum sojabaunum. Við gerjunina er notaður gerilinn Bacillus subtilis var. natto. Natto er oft borðað sem morgunverður og þá borðað með hrísgrjónum. Með því er haft karashi sinnep, sojasósa og stundum japanskur vorlaukur (Allium fistulosum). Natto er vinsælast í austurhéruðum Japans svo sem Kantō, Tōhoku, and Hokkaido. Fólk þarf að venjast natto bæði lykt og bragði og að það er bæði slímugt og klístrað. Samkvæmt könnun frá 2009 þykir 70% Japana natto bragðgott og þeir sem ekki kunna að meta bragðið borða það samt vegna siðvenju.

Natto hefur í Japan frá fornu fari verið talið heilsubætandi. Í Bunroku stríðinu árið 1592 gaf stríðsherrann Kiyomasa Katō hersveitum sínum natto og sagt er að þær hafi miklu síður en aðrar hersveitir þjást af smitsjúkdómum og meltingarkvillum. Fyrstu rituðu heimildir um lækningamátt natto eru í kínversku riti frá árinu 1695 eftir Hitomi Hitsudai en þar er sagt að natto sé róandi og virki gegn magakvillum, örvi matarlyst og hafi hreinsandi/afeitrandi áhrif. Einnig virki natto gegn kóleru, taugaveiki og blóðkreppusótt.

Í natto er ensímið nattokinase og er það stór þáttur í lækningavirkni nattos.[1] Það er afar mikið magn af vítamíninu K2 í natto en það örvar beinmyndun og upptöku kalks. Natto er talið hafa virkni sem minnki líkur á blóðtappa, háum blóðþrýstingi, beinþynningu og magaæxlum. Ensímið nattokinase getur eytt amyloid útfellingum sem tengjast sjúkdómum eins og Alzheimer, príonsjúkdómum (TSE) og amyloidosis.

  • Greinin Nattō á en.wikipedia.org
  • Greinin Nattō á de.wikipedia.org

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Chen, Hongjie; McGowan, Eileen M; Ren, Nina; Lal, Sara; Nassif, Najah; Shad-Kaneez, Fatima; Qu, Xianqin; Lin, Yiguang (1. janúar 2018). „Nattokinase: A Promising Alternative in Prevention and Treatment of Cardiovascular Diseases“. Biomarker Insights (enska). 13: 117727191878513. doi:10.1177/1177271918785130. ISSN 1177-2719. PMC 6043915. PMID 30013308.