Vorlaukur
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/5/59/Scallion.jpg/220px-Scallion.jpg)
Vorlaukur er heiti sem er notað á ýmsar tegundir lauka (Allium) sem eiga það sameiginlegt að vera með lítinn og mjóan hnúð og græn safarík blöð. Slíkir laukar hafa yfirleitt mildara bragð og eru því notaðir í salöt (bæði hnúðurinn og blöðin) og ýmsa aðra matargerð sem grænn laukur. Orðið er þannig oft notað almennt yfir ferskan, óþroskaðan lauk (ýmsar tegundir) sem tíndur er á vorin.
Í Bandaríkjunum og Kanada er orðið scallion eða green onion yfirleitt notað um ófullþroska hnattlauka (Allium cepa) og það virðist einnig vera algengasta orðanotkunin í Danmörku.
Á Bretlandseyjum, Þýskalandi og Frakklandi er hins vegar algengara að nota orðið yfir pípulauk (Allium fistulosum).