Fara í innihald

Heiti yfir Ísland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nöfn Íslands)

Heiti yfir Ísland sem einkum hafa verið notuð af ljóðskáldum.

 • Eykona (kv.) eyjan persónugerð, sbr. fjallkona.
 • Eylenda (kvk.) - eyja, þ.e.a.s. Ísland
  Fjarst í eilífðar útsæ
  vakir eylendan þín. (Stephan G. Stephansson)
 • Fjalladrottning (kvk.) - fjallkonan eða Ísland
 • Fjallkonan (kvk.) með greini - fjalladrottning, persónugert tákn Íslands
 • Frón (hk.) Ísland.
  Heima á Fróni. [1] Íslendingar oft nefndir Frónbúar.
 • Garðarshólmi (kk.) Ísland, eftir Garðari Svavarssyni
 • Hrímey (kvk.)
 • Hrímgrund (kvk.)
 • Hrímland (hk.) (bókin Crymogaea er stundum nefnd „Hrímland”)[2]
 • Ísafold (hk.)
 • Ísaland (hk.)
  ...og flykkjast heim að fögru landi ísa. (sbr.)
 • Jökulmær (kvk.) Fjallkonan, Ísland.
 • Norðurey (kvk.) Í skopskyni er ýmist talað um að Norðurey sé stærsta (eða nyrsta) eyjan í Vestmannaeyjaklasanum.
 • Snjóland (hk.) Ísland.
 • Snæland (hk.) (latína: Snelandia) er það nafn sem Naddoður víkingur er sagður hafa gefið Íslandi á 9. öld
 • Thule (hk.) Sumir fræðimenn telja Ísland vera Thule, er Pýþeas fann um 300 f.Kr., en sumir telja það ólíklegt. Pýþeas (frá Massalíu) segir að Týli sé lengst í norðri, bætir hann þessu við til að skýra nákvæmar legu og breidd eyjarinnar
  Parois ontos dsi tw apcticw o derinos tropikos cuclo.
  Þýtt: Þar er hvarfbaugur ígildi heimskautsbaugs.
 • Týli (hk.) Thule
 • Þyli (hk.) Thule

Háðsyrði um Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Ísland hefur einnig verið kallað í hálfkæringi:

 • hólminn - Tómas Sæmundsson segir þegar hann er að hvetja Jónas Hallgrímsson að koma til Kaupmannahafnar: Þú ert sá, sem bezt er lagaður til að gera það svo, að hólminn okkar geti haft sóma af. [3]
 • klakinn - dæmi: Þegar ég kem upp á klakann þá hittumst við.
 • skerið - dæmi: Þú verður nú að koma upp á skerið einhverntíma.

Latnesk heiti Íslands[breyta | breyta frumkóða]

 • Hislant terra - Hin víðförla Guðríður Þorbjarnardóttir gekk til Rómaborgar. Í gestabók klaustursins í Reichenau, þar sem skráð eru nöfn allra pílagríma sem þar komu við á 9., 10. og 11. öld, er að finna 39 nöfn karla og kvenna sem sögð eru vera frá Hislant terra (Íslandi). Hún er þar nefnd Gurid.
 • Insula Gardari - þýðing á Garðarshólma, orðrétt: eyja Garðars.
 • Islandia - ummyndun á Íslandi.
 • Snelandia - ummyndun á Snæland

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

 • Trekt Helvítis - Í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness segir svo frá og eru danskir menn að tala um Ísland: „Töldu þeir [ónefndir Danir] að utaná þessari trekt Helvítis skrældist lúsugur þrælalýður áfram á grút og úldnum hákalli ásamt ölmusu frá kónginum“. [4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Hvaðan kemur orðið Frón (eins og í Ísland farsældar Frón)?; af Vísindavefnum[óvirkur tengill]
 2. http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedurGHH/nr/2343
 3. Lesbók Morgunblaðsins 1945
 4. Halldór Laxness, Íslandsklukkan; 15. kafli í frysta hluta (Íslandsklukkunni).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]