Fara í innihald

Misodendron punctulatum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Misodendron punctulatum
Misodendrum punctulatum á Nothofagus antarctica
Misodendrum punctulatum á Nothofagus antarctica
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Santalales
Ætt: Misodendraceae
Ættkvísl: Misodendrum
Tegund:
M. punctulatum

Tvínefni
Misodendron punctulatum
Banks Soland. ex Forst. f.
Samheiti

Viscum flavescens Comm. ex DC.
Misodendron rioquinoense Kuntze
Misodendron recurvum Van Tiegh.
Misodendron punctulatum var. subumbellatum DC.
Misodendron punctulatum var. magellanicum DC.
Misodendron imbricatum Poepp. & Endl.
Misodendron commersoni Van Tiegh.
Misodendron antarcticum Gand.


Misodendron punctulatum[1] er viðarkennd jurt sem var fyrst lýst af Joseph Banks, Soland. och Forst. f.. Misodendron punctulatum er í ættkvíslinni Misodendron og ættbálkinum Misodendraceae.[2][3] Engar undirtegundir eru skráðar í Catalogue of Life.[2]

Misodendrum punctulatum er hálfsníkjuplanta sem vex eins og mistilteinn á ýmsum tegundum Nothofagus, sérstaklega á lauffellandi tegundum eins og N. antarctica og N. pumilio, en einnig á sígrænum; N. dombeyi og N. betuloides.

Misodendrum punctulatum myndar smáan, marggreinóttann runna sem verður um 25 sm hár. Blöðin eru hreisturlaga og með takmarkaðri ljóstíllífunargetu. Smá blöðin myndast á vorin í blaðöxlunum á annars árs vexti. Þau mynda svo smá fræhylki með hærðum burstum. Þau dreifast með vindi og festast á trjágreinum með burstunum. Þessi ættkvísl; Misodendrum, eru einu vinddreifðu hálfsníkjujurtirnar í Santalales ættbálki.[4][5]

Misodendrum punctulatum

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Misodendrum punctulatum er villt í suðurhluta Chile og lágfjöllum Andesfjalla í Patagóníu í suður Argentínu, þar sem hún vex upp í 2000m hæð. Allsstaðar er hún neðan við trjálínu og í lægri hæðum er hún í dölum. Hún kýs norðurhlíðar, bæði í vægum skugga og í djúpum skugga. Hún þarfnast raka með nægri úrkomu og að þurrkatímabil séu ekki lengri en mánuður.[6]

Misodendrum punctulatum á Hvítlenju

Vistfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Misodendrum punctulatum vex sem hálfsníkjuplanta; hún getur ljóstillífað en nær einnig í hluta næringarefna sinna frá hýsli sínum svipað og mistilteinn. Hún sýkir tré af ættkvíslinni Nothofagus, sérstaklega á lauffellandi tegundum eins og N. antarctica og N. pumilio, en einnig á sígrænum; N. dombeyi og N. betuloides. Hún dreifist til nýrra trjáa með fræjum sem berast með vindi og hæringin á fræjunum festir þau við litlar greinar á heppilegum hýslum. Þessar greinar eru yfirleitt yngri en fjögurra ára, sem bendir til þess að fræin nái ekki að spíra í gegn um þykkari börk. Það er "meðgöngutími" sem tekur nokkur ár þar sem plantan dregur alla sína næringu úr hýsiltrénu. Eftir það byrjar hún að mynda nýja sprota.[4]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. [Banks] Soland. ex Forst. f., 1789 In: Comm. Gotting. 9: (1789) 45, nomen, & ex DC. Prod. 4: 286
  2. 2,0 2,1 „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. 2014.
  3. „World Plants: Synonymic Checklists of the Vascular Plants of the World“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2019. Sótt 14. janúar 2018.
  4. 4,0 4,1 Tercero-Bucardo, Norlan; Kitzberger, Thomas (2004). „Establishment and life history characteristics of the southern South American mistletoe Misodendrum punctulatum (Misodendraceae)“. Revista Chilena de Historia Natural. 77: 509–521. doi:10.4067/S0716-078X2004000300010.
  5. Kuijt, Job; Hansen, Bertel (2014). Flowering Plants. Eudicots: Santalales, Balanophorales. Springer. bls. 122–. ISBN 978-3-319-09296-6.
  6. Misodendrum punctulatum. Flora of Chile. Sótt 20. mars 2016.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.