Misodendron punctulatum
Misodendron punctulatum | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Misodendrum punctulatum á Nothofagus antarctica
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Misodendron punctulatum Banks Soland. ex Forst. f. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Viscum flavescens Comm. ex DC. |
Misodendron punctulatum[1] er viðarkennd jurt sem var fyrst lýst af Joseph Banks, Soland. och Forst. f.. Misodendron punctulatum er í ættkvíslinni Misodendron og ættbálkinum Misodendraceae.[2][3] Engar undirtegundir eru skráðar í Catalogue of Life.[2]
Misodendrum punctulatum er hálfsníkjuplanta sem vex eins og mistilteinn á ýmsum tegundum Nothofagus, sérstaklega á lauffellandi tegundum eins og N. antarctica og N. pumilio, en einnig á sígrænum; N. dombeyi og N. betuloides.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Misodendrum punctulatum myndar smáan, marggreinóttann runna sem verður um 25 sm hár. Blöðin eru hreisturlaga og með takmarkaðri ljóstíllífunargetu. Smá blöðin myndast á vorin í blaðöxlunum á annars árs vexti. Þau mynda svo smá fræhylki með hærðum burstum. Þau dreifast með vindi og festast á trjágreinum með burstunum. Þessi ættkvísl; Misodendrum, eru einu vinddreifðu hálfsníkjujurtirnar í Santalales ættbálki.[4][5]
Útbreiðsla og búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Misodendrum punctulatum er villt í suðurhluta Chile og lágfjöllum Andesfjalla í Patagóníu í suður Argentínu, þar sem hún vex upp í 2000m hæð. Allsstaðar er hún neðan við trjálínu og í lægri hæðum er hún í dölum. Hún kýs norðurhlíðar, bæði í vægum skugga og í djúpum skugga. Hún þarfnast raka með nægri úrkomu og að þurrkatímabil séu ekki lengri en mánuður.[6]
Vistfræði
[breyta | breyta frumkóða]Misodendrum punctulatum vex sem hálfsníkjuplanta; hún getur ljóstillífað en nær einnig í hluta næringarefna sinna frá hýsli sínum svipað og mistilteinn. Hún sýkir tré af ættkvíslinni Nothofagus, sérstaklega á lauffellandi tegundum eins og N. antarctica og N. pumilio, en einnig á sígrænum; N. dombeyi og N. betuloides. Hún dreifist til nýrra trjáa með fræjum sem berast með vindi og hæringin á fræjunum festir þau við litlar greinar á heppilegum hýslum. Þessar greinar eru yfirleitt yngri en fjögurra ára, sem bendir til þess að fræin nái ekki að spíra í gegn um þykkari börk. Það er "meðgöngutími" sem tekur nokkur ár þar sem plantan dregur alla sína næringu úr hýsiltrénu. Eftir það byrjar hún að mynda nýja sprota.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ [Banks] Soland. ex Forst. f., 1789 In: Comm. Gotting. 9: (1789) 45, nomen, & ex DC. Prod. 4: 286
- ↑ 2,0 2,1 „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. 2014.
- ↑ „World Plants: Synonymic Checklists of the Vascular Plants of the World“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2019. Sótt 14. janúar 2018.
- ↑ 4,0 4,1 Tercero-Bucardo, Norlan; Kitzberger, Thomas (2004). „Establishment and life history characteristics of the southern South American mistletoe Misodendrum punctulatum (Misodendraceae)“. Revista Chilena de Historia Natural. 77: 509–521. doi:10.4067/S0716-078X2004000300010.
- ↑ Kuijt, Job; Hansen, Bertel (2014). Flowering Plants. Eudicots: Santalales, Balanophorales. Springer. bls. 122–. ISBN 978-3-319-09296-6.
- ↑ „Misodendrum punctulatum“. Flora of Chile. Sótt 20. mars 2016.