Michel Foucault
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar | |
---|---|
Nafn: | Michel Foucault |
Fæddur: | 15. október 1926 í Poitiers í Frakklandi |
Látinn: | 25. júní 1984 (57 ára) í París í Frakklandi |
Skóli/hefð: | Meginlandsheimspeki |
Helstu ritverk: | Maladie mentale et psychologie (1962); Naissance de la clinique (1963); Folie et déraison (1966); Les mots et les choses (1966); L'archéologie du savoir (1969); Histoire de la sexualité (1976) |
Helstu viðfangsefni: | hugmyndasaga, félagsfræði, þekkingarfræði |
Markverðar hugmyndir: | sifjafræði |
Áhrifavaldar: | Kant, Hegel, Nietzsche, Marx, Heidegger, Althusser, Austin |
Hafði áhrif á: | Edward Said, Judith Butler, Gilles Deleuze, Hubert Dreyfus, Felix Guattari |
Michel Foucault, fæddur Paul-Michel Foucault, (15. október 1926 í Poitiers í Frakklandi – 25. júní 1984 í París í Frakklandi) var franskur heimspekingur og kenningasmiður um hugmyndasögu og félagsfræði. Hann kenndi við Collège de France það sem hann kallaði „sögu hugsunarkerfa“ (fr. Histoire des systèmes de pensée) og síðar við háskólann í Buffalo og Kaliforníuháskóla í Berkeley.
Foucault er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á samfélagslegum stofnunum, einkum í tengslum við geðsjúkdómafræði, læknisfræði, hugvísindi og fangelsi, sem og sögu kynferðisins. Kenningar hans um tengsl þekkingar og valds, hafa haft gríðarleg áhrif á hugvísindi og félagsvísindi og á ýmsum sviðum starfsmenntunar. Í verkum sínum tekur Foucault til endurskoðunar menningarsögu nýaldar, oft út frá samfélagslegri útilokun tiltekinna hópa, svo sem holdsveikra, fanga og geðsjúklinga. Hann rannsakar svonefnda sifjafræði þekkingar og svokölluð hugsunarkerfi og söguleg skeið slíkra kerfa sem hann kennir við epistémè. Verk hans eru gjarnan tengd við póststrúktúralisma eða póstmódernisma en hann hafnaði þeim merkimiðum sjálfur, enda fjarlægðist hann póststrúktúralisma eftir sjöunda áratuginn. Foucault skilgreindi hugmyndir sínar sem gagnrýna rannsókn á sögulegum rótum nútímans og kvaðst vera undir sterkum áhrifum frá Kant og Nietzsche.
Helstu ritverk Foucaults
[breyta | breyta frumkóða]- Maladie mentale et personnalité (1954)
- Maladie mentale et psychologie (1962)
- Raymond Roussel (1963)
- Naissance de la clinique (1963)
- Folie et déraison (1966)
- Les mots et les choses (1966)
- L'archéologie du savoir (1969)
- Surveiller et punir (1975)
- Histoire de la sexualité (1976)
Heimildir og ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Boullant, François. Michel Foucault et les prisons (Presses Universitaires de France, 2003).
- Deleuze, Gilles. Foucault (University of Minnesota Press, 1988).
- Didier Eribon. Michel Foucault, 1926-1984 (Flammarion, 1989).
- Dillon, M. Foucault on Politics, Security and War (Palgrave Macmillan, 2008).
- Dreyfus, Herbert L. og Paul Rabinow. Michel Foucault: Beyond Structuralism and Hermeneutics, 2. útg. (University of Chicago Press, 1983).
- Eribon, Didier. Michel Foucault (Harvard University Press, 1991).
- Fisch, Michael. "Werke und Freuden. Michel Foucault - eine Biografie" (Transcript, 2011).
- Gutting, Gary. Michel Foucault's Archaeology of Scientific Reason (Cambridge University Press, 1989).
- Gary Gutting (ritstj.). The Cambridge Companion to Foucault (Cambridge University Press, 2005).
- Han, Béatrice. Foucault's Critical Project (Stanford University Press, 2002).
- Kelly, Mark G.E. The Political Philosophy of Michel Foucault (Routledge, 2009).
- Kögler, Hans Herbert. Michel Foucault (Metzler, 2004).
- Macey, David. The Lives of Michel Foucault (Hutchison, 1993).
- Macey, David. Michel Foucault (Reaktion Books, 2004).
- Mahon, Michael. Foucault’s Nietschean Genealogy: Truth, Power, and the Subject (SUNY Press, 1992).
- McNay, Lois. Foucault: a Critical Introduction (Continuum, 1994).
- Merquior, J.G. Foucault (University of California Press, 1987).
- O'Farrell, Clare. Michel Foucault (Sage, 2005).
- Rajchman, John. Michel Foucault and the Freedom of Philosophy (Columbia University Press, 1985).
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Í völundarhúsi Michels Foucaults“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1995.
- „Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?“. Vísindavefurinn.
erlendir
- Michel-Foucault.com
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Michel Foucault“
- The Internet Encyclopedia of Philosophy: „Michel Foucault (1926 – 1984)“