Hugmyndasaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hugmyndasaga er grein innan sagnfræðinnar sem fæst við þróun hugmynda og áhrifa þeirra. Arthur O. Lovejoy, heimspekingur við Johns Hopkins-háskóla, er gjarnan talinn upphafsmaður þessarar greinar en hann var einn af stofnendum History of Ideas Club og fyrsti ritstjóri Journal of the History of Ideas (á meðal greinahöfunda voru til dæmis Bertrand Russell og Paul O. Kristeller).