Judith Butler
Jump to navigation
Jump to search
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar | |
---|---|
![]() | |
Nafn: | Judith Butler |
Fædd(ur): | 24. febrúar 1956 |
Skóli/hefð: | meginlandsheimspeki |
Helstu ritverk: | Gender Trouble |
Helstu viðfangsefni: | siðfræði, stjórnspeki, femínismi, kynjafræði |
Markverðar hugmyndir: | gagnrýni á eðlishyggju, félagsmótun kynferðis |
Áhrifavaldar: | Michel Foucault, Theodor Adorno, J.L. Austin, Luce Irigaray, Jacques Derrida, Jacques Lacan, Sigmund Freud, Friedrich Nietzsche, G.W.F. Hegel, Simone de Beauvoir, Claude Lévi-Strauss |
Hafði áhrif á: | Michael Warner, Judith Halberstam, Lauren Berlant, Kate Bornstein |
Judith Butler (f. 24. febrúar 1956 í Cleveland í Ohio) er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif innan kynjafræði og hinsegin fræða, einkum fyrir gagnrýni sína á eðlishyggju í femínisma. Í bókinni Gender Trouble (eftir kvikmynd John Waters, Female Trouble) frá 1990 færir hán rök fyrir því að kynferði sé mótað með flutningi á „stílfærðum líkamsathöfnum“. Þessi endurtekni flutningur skapar þá hugmynd að kynferði sé fólki eðlislægt. Hán hefur verið gagnrýnt fyrir að hafna líkamlegum grundvelli reynsluheims kvenna. Hán hefur líka verið gagnrýnt fyrir að réttlæta klæðskipti með skrifum sínum. Hán notar kynhlutlaus persónufornöfn.[1]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Das Pronomen ist frei vom Körper - aber es ist nicht frei vom Geschlecht“. www.tagesspiegel.de (þýska). Sótt 25. september 2020.