Fara í innihald

Michael Shanks

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michael Shanks
Michael Shanks á Comic Con 2009
Michael Shanks á Comic Con 2009
Upplýsingar
FæddurMichael Garrett Shanks
15. desember 1970 (1970-12-15) (53 ára)
Ár virkur1993 -
Helstu hlutverk
Dr. Daniel Jackson í Stargate SG-1 , Stargate: Atlantis og SGU Stargate Universe

Michael Shanks (fæddur Michael Garrett Shanks, 15. desember 1970) er kanadískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Daniel Jackson í Stargate seríunum.

Shanks fæddist í Vancouver, Bresku Kólumbíu en ólst upp í Kamloops, Bresku Kólumbíu.[1] Eftir að hafa útskrifast með BFA í leiklist frá University of British Columbia árið 1994, kom hann fram í leikfærslum og var með lærlingsstöðu við Stratford Festival í tvö ár.[2]

Shanks hefur verið giftur Lexa Doig síðan 2003 og saman eiga þau tvö börn. Fyrir átti hann dóttur með Vaitiare Bandera.

Shanks hefur komið fram í leikritum á borð við Hamlet, Macbeth, Loot, Wait Until Dark og King Lear.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Shanks var árið 1993 í Highlander. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við University Hospital, The Outer Limits, The Twilight Zone, Andromeda, CSI: Miami, Burn Notice, Smallville og Flashpoint.

Shanks er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Daniel Jackson sem hann lék í Stargate SG-1 frá 1997 – 2007. Lék hann einnig persónu sína í Stargate: Atlantis og SGU Stargate Universe. Leikstýrði hann einum þætti og skrifaði handritið að þrem þáttum í Stargate SG-1 seríunni.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Shanks var árið 2000 í The Artist´s Circle. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Suspicious River, Arctic Blast, Tactical Force og Belyy tigr.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2000 The Artist´s Circle Artist
2000 Mr. Fortune´s Smile James
2000 Suspicious River Maður með derhúfu
2001 Suddenly Naked Danny Blair / Donny Blitzer
2003 Sumuru Adam Wade
2010 Arctic Blast Jack Tate
2010 Red Riding Hood Adrien Lazar
2011 Tactical House Demetrius
2011 Faces in the Crowd Bryce
2012 Belyy tigr ónefnt hlutverk sem Maykl Shenks
2013 13 Eerie Tomkins Í eftirvinnslu
2013 Elysium ónefnt hlutverk Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1993 Highlander Jesse Collins Þáttur: The Zone
sem Michael G. Shanks
1993 The Commish Sean Þáttur: Rising Sun
sem Michael G. Shanks
1994 Madison Gordon Þáttur: Junior Partner
1995 A Family Divided Todd Sjónvarpsmynd
1995 University Hospital Jake Þáttur: Shadow of a Doubt
1997 The Call of the Wild: Dog of the Yukon Samspilari nr. 1 Sjónvarpsmynd
1999 Escape from Mars Bill Malone, Arkitekt ferðarinnar Sjónvarpsmynd
1998-2000 The Outer Limits Dr. Will Olsten / Melburn Ross 2 þættir
2002 All Around the Town Justin Donnelly Sjónvarpsmynd
2002 Door to Door John Sjónvarpsmynd
2002 The Chris Isaak Show Trevor Þáttur: The Hidden Mommy
2002 The Twilight Zone Donnie Þáttur: Shades of Guilt
2001-2003 Andromeda Balance of Judgment / Gabriel / Remiel 2 þættir
2005 Swarmed Kent Horvath Sjónvarpsmynd
2005 CSI: Miami Doug Stets Þáttur: Payback
2006 Under the Mistletoe Kevin Harrison Sjónvarpsmynd
1997-2007 Stargate SG-1 Dr. Daniel Jackson 196 þættir
2007 Judicial Indiscretion Jack Sullivan Sjónvarpsmynd
2007 24 Mark Bishop 3 þættir
2007 Mega Snake Les Daniels Sjónvarpsmynd
2007 Eureka Christopher Dactylos Þáttur: All That Glitters
2004-2008 Stargate: Atlantis Dr. Daniel Jackson 3 þættir
2008 The Lost Treasure of the Grand Canyon Jacob Thain Sjónvarpsmynd
2009 Desperate Escape Michael Coleman Sjónvarpsmynd
2008-2009 Burn Notice Victor 4 þættir
2009 Living Out Loud Brad Marshall Sjónvarpsmynd
2009 Sanctuary Jimmy Þáttur: Penance
???? Mr. Young Mr. Lewis Þáttur: Mr. Poet
2010 Supernatural Rob Þáttur: 99 Problems
2009-2010 SGU Stargate Universe Dr. Daniel Jackson 4 þættir
2010 The Good Guys Kapteinn Shaw Þáttur: Supercops
2010 Tower Prep Dr. Literature Þáttur: Book Report
2010 Smallville Carter Hall / Hawkman 4 þættir
2011 Endgame Casey Roman Þáttur: The Caffeine Hit
2011 Christmas Lodge Jack Sjónvarpsmynd
2011 The Pastor´s Wife Matthew Winkler Sjónvarpsmynd
2011 Flashpoint David Fleming Þáttur: Blue on Blue
2011 Captain Starship Brock Hunter ónefndir þættir
2012 Saving Hope Charlie Harris 2 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Stargate SG-1.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir Stargate SG-1.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpi fyrir Stargate SG-1.

Leo-verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu fyrir Sanctuary.
  • 2009: Verðlaun sem besti leikari í dramamynd fyrir Stargate: Continuum.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Stargate SG-1.
  • 2004: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir Stargate SG-1.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki fyrir Stargate SG-1.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Stargate SG-1.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]