Kamloops
Útlit
Kamloops er borg í suður-Bresku-Kólumbíu í Kanada. Íbúar eru um 100.000 (2019). Vegna regnskugga frá fjöllum er loftslag þar þurrt. Borgin stendur við tvær kvíslar Thompson-fljóts en nafnið Kamloops kemur úr máli Shuswap-frumbyggja og þýðir þar sem fljót mætast.
Í maí 2021 fundust grafir 215 frumbyggjabarna sem voru í Kamloops Indian residential school. En börn af þeim uppruna voru tekin frá foreldrum sínum í Kanada til að aðlaga þau að evrópskri innflytjendamenningu; þau látin læra ensku eða frönsku og beitt ofbeldi.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Kamloops“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. sept. 2019.