Akurmynta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mentha arvensis)
Akurmynta

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Varablómaættbálkur (Lamiales)
Ætt: Varablómaætt (Lamiaceae)
Ættkvísl: Mentha
Tegund:
M. arvensis

Tvínefni
Mentha arvensis
L.

Mentha arvensis er tegund afmyntu í varablómaætt (Lamiaceae). Hún er upprunnin úr tempruðum svæðum Evrópu og vestur og mið Asíu, austur til Himalaja og austur Síberíu, og Norður Ameríku.[1][2][3] Mentha canadensis, skyld tegund, er stundum talin af sumum höfundum annað afbrigði af Mentha arvensis,þá er M. arvensis var. glabrata Fernald (Amerískt afbrigði) og M. arvensis var. piperascens Malinv. ex L. H. Bailey (Asískt afbrigði).[4][5]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

M. arvensis er jurtkennd, fjölær planta, sem verður 10 til 60 sm há (sjaldan 100 sm. Hún er með skriðula jarðstöngla sem senda upp upprétta eða hálfupprétta, kantaða stöngl. Blöðin eru gagnstæð, heil, 2 til 6,5 sm löng og 1 til 2 sm breið, hærð oh með grófsagtenntum jaðri. Blómin eru föl-fjólublá (stöku sinnum hvít eða bleik), í whorls á stönglunum við blaðaxlir.[3][6][7][8]

Sumir höfundar telja Japanska Myntu (M. arvensis var. piperasce) upprunna frá Kína.[9]

Undirtegundir[breyta | breyta frumkóða]

Undirtegundir eru t.d. :[1]

  • Mentha arvensis subsp. arvensis.
  • Mentha arvensis subsp. agrestis (Sole) Briq.
  • Mentha arvensis subsp. austriaca (Jacq.) Briq.
  • Mentha arvensis subsp. lapponica (Wahlenb.) Neuman
  • Mentha arvensis subsp. palustris (Moench) Neumann
  • Mentha arvensis subsp. parietariifolia (Becker) Briq.
  • Mentha arvensis subsp. haplocalyx (Linnaeus, eg var. sachalinensis)[10]


Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Í ayurveda er Pudina talin lystaukandi og gagnleg við magavandamálum.[11] .

Menthol er almennt notað í tannlæknaþjónustu sem staðbundið sýklalyf, áhrifaríkt gegn streptococci og lactobacilli.[12]Menthol unnið úr Japanskri myntu (M. arvensis var. piperascens) er einnig oft notað í lækninga og munnheilsuvörur svo sem tannkrem, munnskol, svo og drykki og í tóbak.[13]

Efnasambönd sem hafa fundist í tegundinni eru til dæmis menthol, menthone, isomenthone, neomenthol, limonene, methyl acetate, piperitone, beta-caryophyllene, alpha-pinene, beta-pinene, tannín og flavonoid.[14]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Euro+Med Plantbase Project: Mentha arvensis Geymt 18 júlí 2011 í Wayback Machine
  2. Germplasm Resources Information Network: Mentha arvensis Geymt 28 október 2008 í Wayback Machine
  3. 3,0 3,1 Flora of NW Europe: Mentha arvensis Geymt 11 mars 2008 í Wayback Machine
  4. Germplasm Resources Information Network: Mentha canadensis Geymt 20 janúar 2009 í Wayback Machine
  5. Quattrocchi, Umberto (1947), CRC World dictionary of plant names: Common names, Scientific Names, Eponyms, Synyonyms, and Etymology, III M-Q, CRC Press, p. 1659
  6. Blamey, M. & Grey-Wilson, C. (1989). Flora of Britain and Northern Europe. ISBN 0-340-40170-2
  7. Huxley, A., ed. (1992). New RHS Dictionary of Gardening. Macmillan ISBN 0-333-47494-5.
  8. „Corn mint: Mentha arvensis. NatureGate. Sótt 12. desember 2013.
  9. Lipman, Elinor, ed. Report of a working group on medicinal and aromatic plants. Bioversity International, 2009.
  10. „Mentha sachalinensis in Flora of China“. Flora of China (series) Vol 17. bls. 237. „Mentha sachalinensis (Briquet ex Miyabe & Miyake) Kudô, J. Coll. Sci. Imp. Univ. Tokyo. 43(10): 47. 1921. 东北薄荷 dong bei bo he.“
  11. Khalsa, Karta Purkh Singh; Tierra, Michael (2008). The way of ayurvedic herbs : the most complete guide to natural healing and health with traditional ayurvedic herbalism (1st. útgáfa). Twin Lakes, Wis.: Lotus. bls. 313. ISBN 0940985985.
  12. Freires IA, Denny C, Benso B, de Alencar SM, Rosalen PL (22. apríl 2015). „Antibacterial Activity of Essential Oils and Their Isolated Constituents against Cariogenic Bacteria: A Systematic Review“. Molecules. 20 (4): 7329–7358. doi:10.3390/molecules20047329. PMID 25911964.
  13. Farooqi, A. A., Sreeramu, B. S., & Srinivasappa, K. N. (2005). Cultivation of spice crops. Universities Press.
  14. Maria Kostka-Rokosz, Yelena Yalli, Lana Dvorkin, Julia Whelan. Mentha Arvensis Piperascens. Boston Healing Landscape Project. Boston University School of Medicine. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. mars 2015. Sótt 12. desember 2013.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.