Mason Mount

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mason Mount
Upplýsingar
Fullt nafn Mason Tony Mount
Fæðingardagur 10. janúar 1999 (1999-01-10) (25 ára)
Fæðingarstaður    Portsmouth, England
Hæð 1,81 m
Leikstaða Framsækinn miðherji.
Núverandi lið
Núverandi lið Manchester United
Númer 19
Yngriflokkaferill
2005–2017 Chelsea FC
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2017–2023 Chelsea F.C. 129 (27)
2017-2018 Vitesse Arnhem (lán) 29 (9)
2018-2019 Derby County (lán) 35 (8)
2023- Manchester United 0 (0)
Landsliðsferill2
2014–2015
2015-2016
2016-2017
2017-2018
2018-2019
2019-
England U16
England U17
England U18
England U19
England U21
England
5 (0)
9 (2)
5 (3)
16 (7)
4 (1)
35 (6)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært júlí 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
júlí 2023.

Mason Tony Mount (fæddur 10. janúar, 1999) er enskur knattspyrnumaður sem að spilar með Manchester United og enska landsliðinu sem sóknarsinnaður miðjumaður. Hann hefur frá upphafi spilað með barna- og unglingastarfi Chelsea, þaðan var hann fyrst lánaður sumarið 2017 til Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni. Mount er æskuvinur Declan Rice en þeir kynntust í barnastarfi Chelsea.

Sumarið 2018 var hann svo lánaður til Derby í Championship, fyrstu deild Englands. Ekki var hann lengi að sanna sig í Derby, þar sem hann fékk kallið fyrst í enska landsliðið 4. október 2018 aðeins 19 ára. Í Derby vann hann í fyrsta sinn undir stjórn Frank Lampard, þeir voru ansi nálægt því að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni það tímabilið, en að þeir töpuðu úrslitaleik umspilsins gegn Aston Villa.

Tímabilið 19/20 fékk hann fyrst tækifærið að spila með aðalliði uppeldisfélagsins, um sumarið var Frank Lampard ráðinn stjóri Chelsea, en félagið var þá í miðju félagsskiptabanni og þeir þurftu að reiða sig á ungu leikmennina sem þ.á.m voru Tammy Abraham, Reece James, Fikayo Tomori og Mason Mount. Þar fékk hann að spila mikið með liðinu og fékk oft ósanngjarna gagnrýni, var m.a kallaður sonur þjálfarars vegna mikils spiltíma en við því svaraði þjálfarinn í viðtali að hann væri ekki hans eftirlætis leikmaður, heldur væri hann gæða leikmaður með frábært hugafar sem ætti mikið inni. [heimild vantar]

Mount vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea í maí 2021.

Sumarið 2023 gerði hann 5 ára samning við Manchester United.