Fara í innihald

Mario

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mario framan á hulstri Super Mario Bros 3.

Mario (japanska: マリオ) er tölvuleikjapersóna sem var sköpuð af Shigeru Miyamoto fyrir Nintendo tölvuleikjafyrirtækið. Hann birtist fyrst í Donkey Kong tölvuleik, en þá nefndist hann Hoppmaður eða Jumpman á frummálinu. Hann var fyrst aðeins í tvívídd, en í síðari leikjum birtist hann sem þrívíddar módel. Sumir töluðu oft um Mario og Luigi sem "Mario bræðurna" og það varð til þess að upp komu getgátur um að hann nefndist Mario Mario fullu nafni. Nintendo í Bandaríkjunum gaf hinsvegar frá sér yfirlýsingu á níunda áratugnum að hvorki Mario né Luigi hefðu eftirnafn.

Mario er lítill, þybbinn Ítalskur pípari sem býr í Sveppalandi, og þar er hann álitinn hetja af mörgum. Hann er þekktastur fyrir að takast stöðugt að stöðva hinar illu áætlanir Bowsers sem ætlar sér að ræna Peach prinsessu og að ráða yfir Sveppalandi. Mario er hugrakkur, fullur eldmóðs og krafti og berst við óvini sína auglit til auglitis. Hann býr yfir miklum líkamlegum styrk og snerpu sem kemur á óvart, sérstaklega sé horft til vaxtalagsins. Hann er einnig þekktur fyrir samstarf sitt við bróður sinn Luigi og náið samband sitt við Peach prinsessu, sem hann hefur enn og aftur bjargað úr hættu. Mario á sér illgjarna andstæðu í persónunni Wario.

Mario segir oft It´s a me Mario eða Mamma mia.

Wikipedia
Wikipedia
Opinberar
Óopinberar


Mario seríu persónur
Mario • Luigi • Princess Daisy • Princess Peach • Bowser • Waluigi • Toad • Wario • Donkey Kong • Yoshi  
Teiknimynda og myndasögu persónur • Óvinir