Donkey Kong (tölvuleikur)
Útlit
Donkey Kong er tölvuleikur sem Nintendo setti á markað fyrir spilasali árið 1981. Leikurinn er pallaleikur þar sem markmiðið er að stýra karlinum Jumpman (sem nú heitir Mario) upp vinnupalla að efstu hæð þar sem górilluapinn Donkey Kong heldur kærustu hans (sem nú heitir Pauline) fanginni. Apinn hendir niður tunnum sem Jumpman verður að hoppa yfir. Leikurinn var frumraun japanska leikjahönnuðarins Shigeru Miyamoto sem notaðist við ýmsar nýjungar eins og sjálfvirk myndskeið milli borða til að skapa framvindu í söguna og ólíkt uppbyggð borð. Hetjan og apinn hafa síðan komið fram í fjölda tölvuleikja frá Nintendo.