Mansjúríuþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Abies nephrolepis
Tré í Morton Arboretum[1]
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. nephrolepis

Tvínefni
Abies nephrolepis
(Trautv. ex Maxim.) Maxim.
Samheiti

Pinus nephrolepis (Trautv. ex Maxim.) Voss
Abies veitchii var. nephrolepis (Trautv. ex Maxim.) Mast.
Abies sibiriconephrolepis Taken. & J.J. Chien
Abies sibirica var. nephrolepis Trautv. ex Maxim.
Abies nephrolepis f. chlorocarpa E.H. Wilson
Abies koreana f. prostrata Kolesn.

Mansjúríuþinur (Abies nephrolepis) er tegund af þini upprunnin frá norðaustur Kína (Hebei, Heilongjiang, Jilin, Liaoning, Shaanxi), Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og suðausturhluta Rússlands (Amúrfylki, Hebreska sjálfstjórnarfylkinu, Prímorju og Suður-Kabarovskfylki).[3][4]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er meðalstórt sígrænt tré, að 30 metra hátt með stofnþvermál að 1.2 metra og mjóa keilulaga til súlulaga krónu. Börkurinn er grábrúnn, sléttur á yngri trjám, sprunginn á eldri trjám. Barrið er flatt, nállaga, 10 til 30mm langt og 1.5 til 2mm breitt, grænt að ofan, og með tvemur dauf grænhvítar loftaugarákum að neðan; þær raðast í spíral eftir sprotanum, en eru undnar neðst til að standa flatt út til hvorrar hliðar á sprotanum og fram með toppinum. Könglarnir eru 4.5 til 7 sm (sjaldan til 9.5 sm) langir og 2 til 3 sm breiðir, grænir eða fjólulitir óþroskaðir en fullþroska grábrúnir, og oft mjög kvoðukenndir; endarnir á stoðblöðunum eru lítið eitt útistandandi á milli köngulskeljanna. Hver köngulskel ber tvö vængjuð fræ, sem losna þegar köngullinn sundrast við þroska að hausti.[3][4]

Flokkunarfræði[breyta | breyta frumkóða]

Hann er náskyldur Abies sachalinensis, Abies koreana, Abies veitchii, og Abies sibirica, sem taka við honum í austri, suðri, suðaustri og vestri (í sömu röð). Útbreiðslusvæðið ligur að svæði A. sibirica og blendingar myndast þar sem svæði þeirra skarast; blendingarnir nefnast Abies × sibirico-nephrolepis Taken. & J.J.Chien.[3]

Viðurinn af þessu tré var notaður í framleiðslu á pappamassa á meðan á hernámi Japana á Kóreu stóð (1910 til 1945).[5]

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. Cirrus Digital Manchurian Fir
  2. Zhang, D; Katsuki, T. & Rushforth, K. (2013). "Abies nephrolepis". The IUCN Red List of Threatened Species. 2013: e.T42292A76095986. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42292A76095986.en.
  3. 3,0 3,1 3,2 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books ISBN 3-87429-298-3.
  4. 4,0 4,1 Flora of China: Abies nephrolepis
  5. Uyeda, Y.; Morita, T. (20. júlí 1928). „RESEARCHES ON WOOD CHEMISTRY. 4. ON THE CHEMICAL COMPOSITIONS OF PULP WOODS OF NORTH KOREA“. Sen-iso Kogyo. THE CELLULOSE INSTITUTE, Tokyo, Japan. 4 (9): 27. doi:10.2115/fiber1925.4.en27.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.