Fara í innihald

Manikeismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Manikeaprestar við skrifborð. Handrit frá Gaochang í Kína.

Manikeismi (persneska: آیین مانی Āyin-e Māni; kínverska: 摩尼教; pinyin: Móní Jiào; xiao'erjing: موْنِ كِيَوْ) eru trúarbrögð sem íranski spámaðurinn Mani stofnaði á 3. öld í ríki Sassanída. Manikeismi gengur út á flókna tvíhyggju þar sem veruleikinn er afsprengi átaka milli hinnar góðu, andlegu veraldar ljóssins og hinnar illu, efnislegu veraldar myrkursins. Saga mannsins gengur út á það að ljósið hverfur smám saman úr efnisheiminum og snýr aftur til veraldar ljóssins þaðan sem það kom. Manikeismi á sér rætur í mesópótamískum gnostisisma.

Manikeismi varð fljótt vinsæll meðal arameískumælandi og átti sitt blómaskeið frá 3. til 6. aldar. Um stutt skeið var manikeismi aðalkeppinautur kristni sem arftaki hefðbundinna rómverskra trúarbragða. Sassanídar bönnuðu manikeisma snemma og manikear voru ofsóttir af bæði kristnum og rómverskum yfirvöldum svo trúarbrögðin hurfu í kjölfarið í vesturhluta Rómaveldis. Síðar voru þeir einnig ofsóttir í Kína og í kalífaveldi Abbasída. Trúarbrögðin héldu lengst út í Kína þar sem þau voru stunduð fram á 14. öld. Hofið Cao'an í Fujian í Kína er talið vera eina manikeahofið sem varðveist hefur.

Sumir villutrúarhópar í Evrópu á miðöldum voru sakaðir um manikeisma. Þetta á við um katara í Vestur-Evrópu, pálista í Armeníu og bogómíla í Búlgaríu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.