Katarar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Katarar (grísku: καθαροί hinir hreinu) voru sértrúarflokkur upprunninn á 11. og 12. öld á Ítalíu og í Suður-Frakklandi (Languedoc) og var skipulögð samtök láglendisbænda. Kaþólska kirkjan dæmdi þá sem villutrúarmenn og var þeim útrýmt á 13. og 14. öld. Af nafni þeirra er dregið uppnefni villitrúarmanna í mörgum tungumálum, einsog t.d. á þýsku Ketzer og kætter á dönsku.

Þekktastir Katara voru Albigensar og er sá angi þeirra stundum notaður sem samheiti yfir Katara. Þeir eru kenndur við borgina Albi í Suður-Frakklandi. Albigensar, líkt og Katarar, höfnuðu rómversk-kaþólsku kirkjunni og sakramentum hennar. Þeir kenndu róttæka tvíhyggju anda og efnis sem þeir álitu af hinu illa og fordæmdu styrjaldir og hjónaband. Innócentíus III predikaði krossferð gegn Albigensum sem leiddi til grimmilegrar styrjaldar (1209 - 1219) og lyktaði með útrýmingu þeirra og hefur verið nefnd Krossferðin gegn Albigensum.