Fara í innihald

Mandy Patinkin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mandy Patinkin
Patinkin í 2012
Patinkin í 2012
Upplýsingar
FæddurMandel Bruce Patinkin
30. nóvember 1952 (1952-11-30) (71 árs)
Ár virkur1970 -
Helstu hlutverk
Dr. Jeffrey Geiger í Chicago Hope
Rube Sofer í Dead Like Me
Jason Gideon í Criminal Minds
Inigo Montoya í The Princess Bride
Huxley í The Adventures of Elmo in Grouchland

Mandy Patinkin (fæddur Mandel Bruce Patinkin, 30. nóvember, 1952) er bandarískur leikari og söngvari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Chicago Hope, Dead Like Me, The Princess Bride, og The Adventures of Elmo in Grouchland.

Patinkin er fæddur og uppalinn í Chicago í Illinois og er af rússneskum og pólskum uppruna. Patinkin stundaði nám við Kansas-háskóla og Julliard skólann.[1] Patinkin giftist leikonunni og rithöfundnum Kathryn Grody árið 1980 og saman eiga þau tvö börn. Patinkin hefur haldið tónleika fyrir Doctors Without Borders og PAX sem er stuðningshópur fyrir sterkari byssulögum í Bandaríkjunum.[2]

Patinkin byrjaði leiklistarferil sinn ungur og kom fram í söngleikjum á borð við West Side Story og Carousel. Þegar Patinkin var við nám í Kansas kom hann fram í fjölmörgum söngleikjum og leikritum áður en hann fluttist til New York til að stunda nám við Julliard þar sem hann var í eitt og hálft ár. Stuttu eftir að hann yfirgaf Julliard kom Patinkin fram hjá Baltimore Theatre Group í barnaleikritum.[3] Árið 1979 var Patinkin boðið hlutverk Che Guevara í söngleiknum Evita á Broadway. Patinkin vann Tony verðlaunin sem besti leikari í söngleik árið 1980 fyrir hlutverk sitt í Evitu. Síðan þá hefur Patinkin komið fram í leikritum á borð við Follies in Concert, The Winter´s Tale, The Secret Garden og Mamaloshen.

Patinkin er mikill tónlistarmaður og hefur gefið út geisladiska byggt á verkum bæði eftir hann sjálfan og aðra. Árið 1989 gaf Patinkin út fyrstu plötuna Mandy Patinkin sem innihélt fræg lög á borð við Over the Rainbow, Pretty Lady, Me and My Shadow og Sonny Boy. Síðan þá hefur hann gefið plötur á borð við Mamaloshen og Kidults.[4] Patinkin hefur einnig sungið inn á plötur tengdar söngleikjum sem hann hefur leikið í Evita, Secret Garden og The Wild Party. Patinkin hefur ásamt Patti Lupone ferðast um Bandaríkin og haldið tónleika síðan í byrjun ársins 2010.[5]

Patinkin byrjaði sjónvarpsferil sinn í auglýsingu fyrir 7-Up árið 1970 þar sem hann lék draug. Kom hann einnig fram í fyrstu auglýsingunni fyrir Kellogg´s Frosted Mini-Wheats.[6] Fyrsta hlutverk hans í sjónvarpsþætti var árið 1978 í Taxi og kom hann síðan fram í Picket Fences, Simpsonfjölskyldan og Homicide: Life on the Street. Árið 1994 var Patinkin boðið hlutverk Dr. Jeffrey Geiger í Chicago Hope sem hann lék til ársins 2000. Síðan árið 2003 var honum boðið hlutverk Rube Sofer í Dead Like Me sem hann lék til ársins 2004. Patinkin lék atferlisfræðinginn Jason Gideon í Criminal Minds frá 2005-2007. Árið 2011 var Patinkin boðið hlutverk Saul Berenson í nýjum sálfræði-drama þætti Homeland sem fjallar um starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar og yfirvofandi hryðjuverkaárásir.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Patinkins var árið 1978 í The Big Fix og kom hann síðan fram í kvikmyndum á borð við French Postcards, Ragtime, The Princess Bride sem Inigo Montoya og Alien Nation. Árið 1990 þá lék Patinkin í Dick Tracy á móti Warren Beatty og Madonnu. Síðan árið 1991 lék Patinkin í True Colors á móti John Cusack og James Spader. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Music of Chance, Men with Guns, The Adventurs of Elmo in Grouchland og Everyone´s Hero.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1978 The Big Fix Sundlaugar starfsmaður
1979 Last Embrace Fyrsti almenningsfarþegi
1979 French Postcards Sayyid
1980 Night of the Juggler Allesandro the Cabbie
1981 Ragtime Tateh
1983 Daniel Paul Isaacson
1983 Yentl Avigdor
1985 Maxie Nick
1986 Tenkû no shiro Rapyuta Louis Talaði inn á ensku útgáfuna
1986 !Three Amigos Harry Flugleman
1987 The Princess Bride Inigo Montoya
1988 The House on Carroll Street Salwen
1988 Alien Nation Det. Samuel ´George´ Francisco
1990 Dick Tracy 88 Keys
1991 True Colors John Palmeri
1991 Impromptu Alfred De Musset
1991 The Doctor Dr. Murray Kaplan
1993 The Music of Chance Jim Nashe
1993 Life with Mikey Irate Man
1994 Squanto: A Warrior´s Tale Brother Daniel
1997 Men with Guns Andrew
1998 Lulu on the Bridge Philip Kleinman
1999 The Adventures of Elmo in Grouchland Huxley
2001 Piñero Joseph Papp
2003 Frankie and Johnny Are Married Mandy Patinkin
2006 Choking Man Rick
2006 Everyone´s Hero Stanley Irving Talaði inn á
2010 4.3.2.1 Sir Jago Larofsky
2011 Jock Basil Talaði inn á
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1978 That Thing on ABC Flytjandi Sjónvarpsmynd
1978 Taxi Nýr faðir Þáttur: Memories of Cab 804: Part 2
1979 Charleston Beadine Croft Sjónvarpsmynd
1986 Sunday in the Park with George Georges Seurat/ George Sjónvarpsmynd
1994 Picket Fences Dr. Jeffrey Geiger Þáttur: Rebels with Causes
1995 Simpsonfjölskyldan Hugh St. John Alastair Parkfield Þáttur: Lisa´s Wedding
Talaði inn á
1995 Homicide: Life on the Street Dr. Jeffrey Geiger Þáttur: A Doll´s Eyes
óskráður á lista
1996 Broken Glass Dr. Harry Hyman Sjónvarpsmynd
1997 The Hunchback Quasimodo Sjónvarpsmynd
1998 Hercules Hippocrates Þáttur: Hercules and the World´s First Doctor
Talaði inn á
1999 This Is Odyssey with Mandy Patinkin Hann sjálfur Sjónvarpsmynd
1999 Strange Justice Kenneth Duberstein Sjónvarpsmynd
1994-2000 Chicago Hope Dr. Jeffrey Geiger 60 þættir
2001 Touched by an Angel Satan Þáttur: Netherlands
2001 Boston Public Isaac Rice Þáttur: Chapter Twenty-Two
2003 Law & Order Glenn Fordyce / Levi ´The Griffin‘ March Þáttur: Absentia
2004 NTSB: The Crash of Flight 323 Al Cummings Sjónvarpsmynd
2003-2004 Dead Like Me Rube Sofer 29 þættir
2009 Three Rivers Victor Þáttur: The Luckiest Man
2005-2007 Criminal Minds Jason Gideon 48 þættir
2011-2020 Homeland Saul Berenson 10 þættir


Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horro Films, USA

  • 1990: Tilnefndur sem besti aukaleikari fyrir Alien Nation.

Audie-verðlaunin

  • 2000: Verðlaun fyrir Multi-Voiced Narration fyrir The Diaries of Adam and Eve, ásamt Betty Buckley og Walter Cronkite.

CableACE-verðlaunin

  • 1987: Verðlaun sem besti leikari í sérstökum leikhús-drama sjónvarpsmynd/kvikmynd fyrir Sunday in the Park with George.

Drama Desk-verðlaunin

  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir The Wild Party.
  • 1991: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir The Secret Garden.
  • 1990: Tilnefndur fyrir besta einleik fyrir Mandy Patinkin in Concert: Dress Casual.
  • 1987: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir The Knife.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir Sunday in the Park with George.
  • 1982: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Henry IV.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir Evita.

Drama League-verðlaunin

  • 1989: Distinguished Achievement í söngleikhúsi.

DVD Exclusive-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur fyrir besta lagið á DVD frumsýningarmynd Run Ronnie Run.

Emmy-verðlaunin

  • 1999: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
  • 1996: Tilnefndur sem besti gestaleikari í grínseríu fyrir The Larry Sanders Show.
  • 1995: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir Chicago Hope.

Friends of the New England Holocaus Memorial

  • 1998: Remembrance verðlaunin fyrir starf sitt fyrir hönd Holocaust Remembrance.

Golden Globe

  • 1995: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngleikja kvikmynd fyrir Yentl.

Grammy-verðlaunin

  • 1999: Tilnefndur í flokknum Spoken Word fyrir The Diaries of Adam & Eve: Þýtt af Mark Twain ásamt Betty Buckley og Walter Cronkite.

Joseph Papp New York Shakespeare Festival

  • 2000: Verðlaun fyrir starf sitt í leikhúsum.

Los Angeles Drama Critics Circle-verðlaunin

  • 1980: Verðlaun sem besti leikari í söngleik fyrir Evita.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 1996: Tilnefndur sem besta leikaralið fyrir Chicago Hope.
  • 1995: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu Chicago Hope.
  • 1995: Tilnefndur sem besta leikaralið í dramaseríu fyrir Chicago Hope.

Shalom-verðlaunin

  • 2000: Shalom verðlaunin fyrir starf sitt fyrir friði í á vegum Americans for Peace Now.

Tony-verðlaunin

  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir The Wild Party.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir Sunday in the Park with George.
  • 1980: Verðlaun sem besti leikari í söngleik fyrir Evita.

Plötuúgáfa

[breyta | breyta frumkóða]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ævisaga Mandy Patinkin á heimasíðu hans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2011. Sótt 11. nóvember 2011.
  2. Ævisaga Mandy Patinkin á IMDB síðunni
  3. „Ævisaga Mandy Patinkin á heimasíðu hans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2011. Sótt 11. nóvember 2011.
  4. „Listi yfir útgefnar plötur Mandu Patinkin á heimasíðu hans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2011. Sótt 11. nóvember 2011.
  5. „Tónleikaferðalög Mandy Patinkins á heimasíðu hans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. desember 2011. Sótt 11. nóvember 2011.
  6. Ævisaga Mandy Patinkin á IMDB síðunni