Fara í innihald

Forseti Írans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Forseti Íran)
Innsigli embættis forseta Írans,

Forseti Írans er stjórnarleiðtogi Írans. Hann er hæst setti stjórnmálamaður landsins sem er kjörinn í almennum kosningum en heyrir undir æðsta leiðtoga Írans sem er þjóðhöfðingi landsins. Forsetinn er yfirmaður framkvæmdavaldsins og hefur vald til að gera samninga við erlend ríki, sjá um fjármál ríkisins og ráðningar, og skipa ráðherra háð samþykki Íransþings. Æðsti leiðtoginn hefur samt bein áhrif á utanríkisstefnu, herinn og kjarnorkuáætlun landsins.

Forsetinn er kosinn til fjögurra ára í senn og má ekki sitja lengur samfellt en tvö kjörtímabil. Núverandi forseti er Masoud Pezeshkian sem tók við embætti árið 2024.

Listi yfir forseta Írans

[breyta | breyta frumkóða]
Nafn Mynd Kjörtímabil Fæðingardagur
Abolhassan Banisadr 1980–1981 22. mars 1933
Mohammad-Ali Rajai 1981 15. júní 1933
Ali Khamenei 1981–1989 17. júlí 1939
Akbar Hashemi Rafsanjani 1989–1997 25. ágúst 1934
Mohammad Khatami 1997–2005 29. september 1943
Mahmoud Ahmadinejad 2005–2013 28. október 1956
Hassan Rouhani 2013–2021 12. nóvember 1948
Ebrahim Raisi 2021–2024 14. desember 1960
Mohammad Mokhber
(starfandi)
2024 26. júní 1955
Masoud Pezeshkian 2024– 29. september 1954