1287
Útlit
(Endurbeint frá MCCLXXXVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1287 (MCCLXXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Hrafn Oddsson lét á Alþingi dæma þá menn útlæga sem Staða-Árni biskup hafði sett yfir kirkjueignir og staði þá sem leikmenn höfðu tekið forræði yfir þremur árum fyrr, og lýsti þvi yfir að þeir menn væru saklausir sem biskup hafði bannfært fyrir rán kirkjugripa.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 14. desember - Grandi milli Norðursjávar og grunns stöðuvatns í Hollandi gaf sig og olli fimmta stærsta flóði sögunnar. 50.000 manns létu lífið en flóðið braut líka hafinu leið að Amsterdam sem eftir það gat þróast sem hafnarborg.
- 25. desember - Eiríkur menved var krýndur konungur Danmerkur.
- Játvarður 1. Englandskonungur lét handtaka heimilisfeður á heimilum gyðinga og neyddi þá til að greiða lausnargjald.
- Smíði Uppsaladómkirkju hófst. Hún stóð yfir til 1435.
Fædd
- 25. apríl - Roger Mortimer, fyrsti jarlinn af March og í raun stjórnandi Englands 1327-1330 (d. 1330).
Dáin
- 24./26. mars - Ingibjörg Eiríksdóttir, drottning Noregs, kona Magnúsar lagabætis (f. um 1244).
- 3. apríl - Honóríus IV páfi (f. um 1210).