1286
Útlit
(Endurbeint frá MCCLXXXVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1286 (MCCLXXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Eiríkur Noregskonungur reyndi að koma á útboði til herþjónustu á Íslandi en landsmenn mótmæltu og ekkert varð af herkvaðningunni.
- Staða-Árni Skálholtsbiskup bannfærði fjóra andstæðinga sína í staðamálum á yfirreið sinni um Vestfirði um sumarið.
- Eiríkur konungur samþykkti fyrir sitt leyti að Jón helgi Ögmundsson skyldi tekinn í dýrlingatölu.
- Auðunn Hugleiksson hestakorn sagður í annálum hafa verið skipaður jarl yfir Íslandi. Það er þó óvíst.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Filippus fríði Frakkakonungur lagði gríðarlega óvinsælan skatt á salt.
- Margrét, dóttir Eiríks Noregskonungs, varð drottning Skotlands eftir afa sinn, þriggja ára að aldri. Hún var þó ekki útnefnd drottning um leið og afi hennar dó því kona hans var talin þunguð en missti fóstur eða barnið fæddist andvana.
- 22. nóvember - Eiríkur klipping, konungur Danmerkur, myrtur í hlöðu að næturlagi af grímuklæddum mönnum.
- Eiríkur menved varð konungur Danmerkur en móðir hans, Margrét Sambiria, stýrði ríkinu þó framan af.
Fædd
Dáin
- 19. mars - Alexander 3. Skotakonungur (f. 1241).
- 22. nóvember - Eiríkur klipping, Danakonungur (f. 1249).