1252
Útlit
(Endurbeint frá MCCLII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1252 (MCCLII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Hákon gamli Noregskonungur sendi Gissur Þorvaldsson og Þorgils skarða til Íslands til að ná þar völdum í stað Þórðar kakala.
- Ólafur Þórðarson hvítaskáld varð lögsögumaður öðru sinni.
- 13. apríl - Ögmundur Helgason í Kirkjubæ lét taka Sæmund Ormsson Svínfelling og Guðmund bróður hans af lífi.
Fædd
Dáin
- 13. apríl - Sæmundur Ormsson, höfðingi Svínfellinga (f. um 1227).
- 13. apríl - Guðmundur Ormsson Svínfellingur (f. um 1235).
- Árni Hjaltason ábóti í Munkaþverárklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Stokkhólmur fyrst nefndur í tveimur bréfum frá Birgi jarli í Svíþjóð.
- Fyrsta evrópska gullmyntin, flórínur, slegin í Flórens á Ítalíu.
- 15. maí - Innósentíus 4. páfi gefur út páfabréf sem heimilar rannsóknarréttinum að nota pyntingar.
- 25. desember - Kristófer 1. krýndur Danakonungur í dómkirkjunni í Lundi.
Fædd
Dáin
- 29. júní - Abel Valdimarsson Danakonungur (f. 1218).
- 26. nóvember - Blanka af Kastilíu, kona Loðvíks 8. Frakkakonungs og ríkisstjóri eftir lát hans (f. 1188).
- Katrín Súnadóttir Svíadrottning, kona Eiríks hins smámælta og halta Svíakonungs (f. um 1215).