1318
Útlit
(Endurbeint frá MCCCXVIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1318 (MCCCXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Auðunarmáldagi var gerður.
- Guðmundur ábóti í Þingeyraklaustri vígði til munklífis þá Lárentíus Kálfsson, síðar biskup, Árna son hans og Berg Sokkason, sem seinna varð ábóti á Munkaþverá.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 16. febrúar - Sænsku hertogarnir Eiríkur og Valdimar, bræður Birgis Magnússonar konungs, létust í kastalanum Nyköpingshus, þar sem bróðir þeirra hafði varpað þeim í dýflissu. Ekki er ljóst hvort þeir dóu úr hungri eða voru drepnir.
- Jóhannes 22. páfi lýsti því yfir að kenningar Fransiskana um fátækt kirkjunnar væru rangar.
- Búfjárpest gekk um Evrópu og lagðist bæði á nautgripi og sauðfé.
. Fædd
- Úrban VI páfi (d. 1389).
- Albert 2., hertogi af Mecklenburg.
Dáin
- 14. febrúar - Margrét af Frakklandi, Englandsdrottning, seinni kona Játvarðar 1. (f. 1282).
- 16. febrúar - Eiríkur Magnússon, hertogi af Södermanland í Svíþjóð, sonur Magnúsar hlöðuláss og faðir Magnúsar Eiríkssonar konungs (f. um 1282).
- 16. febrúar - Valdimar Magnússon, hertogi af Finnlandi, sonur Magnúsar hlöðuláss.
- 14. október - Játvarður Bruce, yfirkonungur Írlands, féll í orrustunni við Faughart (f. 1275).