1341
Útlit
(Endurbeint frá MCCCXLI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1341 (MCCCXLI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 19. maí - Hekla gaus. Annálar segja að gosið hafi nálega eytt fimm hreppum.
- Bótólfur Andrésson varð hirðstjóri.
- Þórður Egilsson varð lögmaður sunnan og austan.
Fædd
Dáin
- 16. mars - Jón Indriðason Skálholtsbiskup.
- Egill Eyjólfsson Hólabiskup.
- Björn Þorsteinsson, ábóti í Munkaþverárklaustri og síðar Þingeyraklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Petrarca krýndur lárviðarskáld í Róm.
- Upphaf Bretónska erfðastríðsins.
- Davíð 2. Skotakonungur sneri aftur heim til Skotlands frá Frakklandi, þar sem hann hafði verið í útlegð.
- The Queen's College í Oxford stofnað.
- Borgarastyrjöld hófst í Býsans, milli Jóhanns 6. Kantakouzenos og stjórnar barnakonungsins Jóhanns 5. Paleologos. Styrjöldin stóð til 1347.
- Valdimar atterdag Danakonungur gaf fjandmönnum föður síns, Kristófers 2., upp sakir.
- Magnús Eiríksson Svíakonungur keypti suðurhluta Hallands af Dönum fyrir 8000 merkur silfurs.
Fædd
- 5. júní - Játmundur af Langley, sonur Játvarðar 3. Englandskonungs, fyrsti hertoginn af York og ættfaðir York-ættar (d. 1402).
Dáin
- 30. apríl - Jóhann 3. hertogi af Bretagne (f. 1286).
- Marta Svíadrottning, kona Birgis Magnússonar (f. 1277).