Þórður Egilsson
Útlit
(Endurbeint frá Þórður Egilsson (lögmaður))
Þórður Egilsson var íslenskur lögmaður á 14. öld.
Þórður var launsonur Egils Sölmundarsonar í Reykholti, systursonar Snorra Sturlusonar, en móðir hans hét Þórunn Valgarðsdóttir. Hann varð lögmaður sunnan og austan 1341 en sagði af sér 1346. Hann varð svo aftur lögmaður 1352 og gegndi því embætti til 1357. Fátt er vitað um þórð og ekkert um kvonfang hans eða börn. Hann hefur líklega verið sá Þórður lögmaður sem annálar segja hafa farið til Grænlands 1343.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
Fyrirrennari: Guðmundur Sigurðsson |
|
Eftirmaður: Jón Þorsteinsson | |||
Fyrirrennari: Jón Þorsteinsson |
|
Eftirmaður: Sigurður Guðmundsson |