1382
Útlit
(Endurbeint frá MCCCLXXXII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1382 (MCCCLXXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Andrés Sveinsson hirðstjóri kom til landsins og lét sverja Ólafi 4. Hákonarsyni land og þegna.
- Mikael varð Skálholtsbiskup.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- September - María dóttir Loðvíks 1. Ungverjalandskonungs varð drottning Ungverjalands og Póllands eftir dauða föður síns en Pólverjar felldu sig ekki við unnusta hennar, Sigmund, síðar keisara, og völdu Heiðveigu yngri systur Maríu sem þjóðhöfðingja sinn. Hún var krýnd 1384 sem Heiðveig konungur.
- Jakob 1. varð konungur Kýpur.
- Tyrkir lögðu undir sig Sófíu.
Fædd
- Eiríkur af Pommern konungur yfir Kalmarsambandinu (d. 1459).
- Friðrik 4., hertogi af Austurríki (d. 1439).
Dáin
- 12. maí - Jóhanna 1. Napólídrottning, var myrt (f. 1327).
- 13. ágúst - Elinóra af Aragóníu, Kastilíudrottning, kona Jóhanns 1. (f. 1358).
- 10. september - Loðvík 1. konungur Ungverjalands og Póllands (f. 1326).
- 13. október - Pétur 2. konungur Kýpur.
- Filippa Plantagenet, dóttir Lionels hertoga af Clarence, ættmóðir York-ættar.