Máni (landnámsmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Máni var landnámsmaður í Þingeyjarsýslu. Hann var frá Ömð á Hálogalandi í Noregi, fór þaðan til Íslands og braut skip sitt við Tjörnes. Hann settist að þar og bjó í nokkur ár á Máná en þegar Böðólfur Grímsson kom til landsins rak hann Mána burt af Tjörnesi og nam land þar sjálfur.

Máni nam þá land austan við Skjálfandafljót, sunnan frá Kálfborgará og norður fyrir Rauðuskriðu og bjó á Mánafelli, sem löngu er komið í eyði. Sonur hans hét Ketill og kona hans var Valdís, dóttir Þorbrands, sem keypt hafði Rauðuskriðulönd af Mána.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af snerpa.is“.