Böðólfur Grímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Böðólfur Grímsson var landnámsmaður í Þingeyjarsýslu og nam land á Tjörnesi eftir að hafa rekið Mána, sem þar settist fyrstur að, á brott.

Böðólfur var sonur Gríms Grímólfssonar af Ögðum. Hann fór til Íslands ásamt konu sinni, Þórunni Þórólfsdóttur hins fróða, og Skeggja syni þeirra. Þau brutu skip sitt við Tjörnes en björguðust í land og voru á Auðólfsstöðum fyrsta veturinn, að því er segir í Landnámabók. Böðólfur rak síðan Mána burt og nam sjálfur allt Tjörnes á milli Tunguár og Óss, en Skeggi nam land í Kelduhverfi.

Síðari kona Böðólfs var Þorbjörg hólmasól, yngsta dóttir Helga magra, sem fæddist fyrsta ár Helga á Íslandi. Dóttir þeirra hét Þorgerður og giftist hún Ásmundi Öndóttssyni landnámsmanni í Kræklingahlíð.


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af snerpa.is“.