Ljóshöfðaönd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ljóshöfðaönd
karlfugl
karlfugl
kvenfugl
kvenfugl
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Undirætt: Anatinae
Ættkvísl: Anas
Undirættkvísl: Mareca
Tegund:
A. americana

Tvínefni
Anas americana
Gmelin, 1789
Samheiti

Mareca americana

Ljóshöfðaönd (fræðiheiti Anas americana) er fugl af andaætt. Ljóshöfðaönd er meðalstór buslönd sem á heimkynni í Norður-Ameríku. Hún hefur kringlótt höfuð, stuttan háls og lítinn gogg.

Kolla og ungar

Búningur karlfugls á mökunartíma er áberandi með græna fjaðrir kringum augu og ljós hetta frá hvirfli fram á gogg. Þessi hvíti flekkur er ástæða fyrir því að fuglinn er kallaður á ensku "baldplate" eða skallahaus. Bringan er líka hvít. Blikar þekkjast á flugi á stórum hvítum axlabletti á báðum vængjum. Kvenfuglinn er ekki eins áberandi og er fiður hans aðallega grátt og brúnt. Bæði kyn eru með fölbláa gogga með svörtum jaðri og gráa leggi og fætur. Ljóshöfðaönd gerir hreiður á jörðu niðri í vari og nálægt vatni. Fuglinn verpir 6 -12 kremhvítum eggjum. Ljóshöfðaendur eru háværar og þekkjast oft á sérstöku kalli sínu. Blikar flauta í þremur tónum en kollur kvaka. Kall blikans hljómar eins og whoee-whoe-whoe en kvenfuglsins eins og qua-ack. Ljóshöfðaendur eru útbreiddar og verpa alls staðar nema allra nyrst í Kanada og Alaska. Flestar ljóshöfða endur verpa á votlendi í barrskógi og við vatnasvæði áa í Kanada og Alaska. Ljóshöfðaönd er farfugl og færir sig til suðurs á veturna. Utan varptímans þá safnast ljóshöfðaendur saman í stóra flokka.

Skýringarmynd af ljóshöfðaönd og búsvæði hennar
Bliki í vetrarbúningi

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.