Listi yfir mismunandi rithátt íslenskra orða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eftirfarandi er listi yfir mismunandi rithátt íslenskra orða, þ.e.a.s. með breytilegar fallendingar, mismunandi tíðir sagna og ólíkar stafsetningagerðir orða, þar sem öll dæmin teljast nokkurn veginn rétthá (þó oftast sé hið fyrrnefnda algengara). Einnig eru teknar með undantekningar og þær útskýrðar. Mælt er með því að menn fullvissi sig um að þeir fari með rétt mál með því að skoða orðabækur og beygingarlýsingu íslensks nútímamáls áður en bætt er við listann:

Ath. að ef lýsingin er of flókin eða of margbrotin er vísað í beygingarlýsinguna, og aðeins tæpt á möguleikunum. Það skal líka taka fram að flest það sem hér kemur fram er fengið úr Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, af heimasíðu OH, nema annað sé tekið fram. .

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Nafnorð - um mismunandi rithátt falla[breyta | breyta frumkóða]

Nefnifall[breyta | breyta frumkóða]

  • augabrún getur í ft. verið augabrúnir eða augabrýr (sjá þolfall)
  • geil getur í ft. verið geilar eða geilir
  • hringur getur í ft. verið hringar eða hringir [1] [ATH að áframhaldandi fallbeyging fer eftir því hvor útgáfan er valin]
  • hver hvorugkyn (hk.) getur verið hvert eða hvað [2]
  • Japanar (ft.) getur verið Japanir
  • kleinuhringur (sjá hringur)
  • leikur getur í ft. verið leikir eða leikar [3] [ATH að áframhaldandi fallbeyging fer eftir því hvor útgáfan er valin]
  • mær getur verið mær eða mey (sjá þágufall) [4] (ATH. að orðið meyja beygist reglulega [5])
  • rönd getur í ft. verið rendur eða randir (sjá þolfall)
  • skutur getur í ft. verið skutir eða skutar (sjá þolfall og þágufall)
  • snjóar í (ft.) getur verið snjóvar [6]
  • töng í (ft.) getur verið tengur eða tangir (sjá þolfall)

Þolfall[breyta | breyta frumkóða]

  • augabrún getur í ft. verið augabrúnir eða augabrýr (sjá nefnifall)
  • hver hvorugkyn (hk.) getur verið hvert eða hvað (sjá nefnifall)
  • jörð getur verið jörð eða jörðu (sjá þágufall)
  • mold getur verið mold eða moldu (sjá þágufall) (ATH. með greini alltaf moldina)
  • rödd getur verið rödd eða röddu (sjá þágufall)
  • rönd getur í ft. verið rendur eða randir (sjá nefnifall)
  • skutur getur í ft. verið skuti eða skuta (sjá nefnifall og þágufall)
  • töng í ft. getur verið tengur eða tangir (sjá nefnifall)

Þágufall[breyta | breyta frumkóða]

  • banani getur í ft. verið banönum eða bönunum
  • bálkur getur verið bálki eða bálk og með greini bálknum eða bálkinum.
  • bátur getur verið báti eða bát (ATH. með greini alltaf bátnum)
  • brjótur getur með greini verið brjótnum eða brjótinum (en án greinis er það eingöngu brjóti, sbr. ísbrjóti)
  • diskur getur verið diskinum eða disknum (ATH. á aðeins við með greini, annars diski)
  • dólkur getur verið dólki eða dólk
  • dúkur getur verið dúk eða dúki
  • elgur í ft. getur verið elgjum eða elgum [ATH. hér er átt við dýrið elg, ekki elg í merkingunni bleytukrap] (sjá eignarfall)
  • fiskur getur verið með greini, fiskinum eða fisknum (ATH án greinis, alltaf fiski)
  • gúlpur getur verið gúlp eða gúlpi
  • hnífur getur verið hníf og hnífi
  • hópur getur verið hóp eða hópi
  • hæll getur verið hæl eða hæli (ATH með greini alltaf hælnum)
  • jörð getur verið jörð eða jörðu (sjá þolfall)
  • klútur getur verið klút eða klúti (ATH með greini alltaf klútnum)
  • krókur getur verið krók eða króki (ATH. með greini alltaf króknum)
  • laupur getur verið laup eða laupi (ATH. með greini alltaf laupnum) (sbr. orð eins og lygalaupur)
  • mold getur verið mold eða moldu (sjá þolfall) (ATH. með greini alltaf moldinni)
  • mær getur verið meyju eða mey (sjá nefnifall og útskýringar þar)
  • rödd getur verið rödd eða röddu (sjá þolfall)
  • skutur getur verið skut eða skuti (sjá nefnifall og þolfall)
  • snúður getur verið snúð eða snúði (sjá eignarfall)
  • staukur getur verið stauk eða stauki (ATH. með greini er það eingöngu stauknum)
  • stokkur getur verið stokki eða stokk (ATH. með greini alltaf stokknum)
  • tag getur verið tagi, tæi eða tægi (sbr. af ólíku tagi, tæi eða tægi) [orðið aðeins til í þágufalli]
  • tankur getur m.gr. verið tankinum eða tanknum (ATH. en er án greinis alltaf tanki)
  • tugur getur verið tug eða tugi
  • tveir getur verið tveimur eða tveim
  • vaður getur verið vað eða vaði (ATH. með greini alltaf vaðnum) (sbr. orð eins og slönguvaður) (sjá eignarfall)
  • viður getur verið við eða viði
  • völur getur verið veli eða völ (sbr. orð eins og stjórnvölur)
  • þrír getur verið þremur eða þrem

Eignarfall[breyta | breyta frumkóða]

  • apríl getur verið apríl eða apríls (Ath. apríls er aðallega að finna í 19. aldar textum)
  • ágúst getur verið ágúst eða ágústs (Ath. ágústs er aðallega að finna í 19. aldar textum)
  • bekkur getur verið bekkjar eða bekks
  • bylur getur verið byls eða byljar
  • desember getur verið desember eða desembers (Ath. desembers er aðallega að finna í 19. aldar textum)
  • elgur getur verið elgs eða elgjar og í ft. elgja eða elga [ATH. hér er átt við dýrið elg, ekki elg í merkingunni bleytukrap, eignarfallið af því orði er elgs] (sjá þágufall)
  • febrúar getur verið febrúar eða febrúars (Ath. febrúars er aðallega að finna í 19. aldar textum)
  • fjórir getur verið fjögurra eða fjögra [7]
  • gelgja getur í ft. verið gelgna eða gelgja
  • hilla getur í ft. verið hilla eða hillna
  • janúar getur verið janúar eða janúars (Ath. janúars er aðallega að finna í 19. aldar textum)
  • júlí getur verið júlí eða júlís (Ath. júlís er aðallega að finna í 19. aldar textum)
  • júní getur verið júní eða júnís (Ath. júnís er aðallega að finna í 19. aldar textum)
  • kaka getur verið í fleirtölu kaka eða kakna
  • kekkur getur verið kekkjar eða kekks
  • leggur getur verið leggjar eða leggs
  • liður getur verið liðar eða liðs
  • lúka getur í ft. verið lúka eða lúkna
  • maí getur verið maí eða maís
  • mörk getur getur verið markar eða merkur
  • nóvember getur verið nóvember eða nóvembers (Ath. nóvembers er aðallega að finna í 19. aldar textum)
  • október getur verið október eða októbers (Ath. októbers er aðallega að finna í 19. aldar textum)
  • september getur verið september eða septembers (Ath. septembers er aðallega að finna í 19. aldar textum)
  • serkur getur verið serks eða serkjar
  • sjór getur verið sjávar eða sjós (í orðasambandinu „vera til sjós“)
  • skotspónn getur verið skotspóns eða skotspónar
  • snjór getur verið snjós eða snjóvar eða snjóar[8]
  • snúður getur verið snúðs eða snúðar (sjá þágufall)
  • spónn getur verið spóns eða spónar
  • strengur getur verið strengs eða strengjar
  • vaður getur verið vaðar eða vaðs (sbr. orð eins og slönguvaður) (sjá þágufall)
  • vefur getur verið vefjar eða vefs (en aðeins vefs í merkingunni netvefur eins og t.d. veraldarvefsins)
  • veggur getur verið veggjar eða veggs
  • vespa getur í ft. verið vespa eða vespna
  • vængur getur verið vængs eða vængjar
  • öxi getur verið axar eða öxar
Varðandi samsetningar við -son og -dóttir[breyta | breyta frumkóða]
  • GuðmundurGuðmundar (venjulegt eignarfall) – Guðmunds -son, -dóttir
  • BjörnBjörns (venjulegt eignarfall) – Björns - son, -dóttir eða Bjarnar - son, -dóttir
  • Haraldur - Haralds (venjulegt eignarfall, en stundum einnig Haraldar) - Haralds -son, -dóttir
  • Jónas - Jónasar (venjulegt eignarfall) - Jónas -son, -dóttir.
  • SigurðurSigurðar (venjulegt eignarfall) – Sigurðs -son, -dóttir
  • Sæmundur - Sæmundar (venjulegt eignarfall) - Sæmunds -son, -dóttir

Sagnir - um mismunandi rithátt tíða[breyta | breyta frumkóða]

  • binda getur í boðhætti verið bittu eða bintu
  • hara getur í þt. verið haraði eða harði
  • svaða getur í þt. verið svaðaði eða svaddi

Lýsingarorð - um mismunandi stigbreytingu[breyta | breyta frumkóða]

  • svangur (fst.) — svengri eða svangari (mst.) — svengstur eða svangastur (est.)[9]

Ritháttur almennt - um mismunandi stafsetningu[breyta | breyta frumkóða]

  • alstaðar - alls staðar
  • dyggð - dygð.
  • orusta - orrusta
  • peysa - peisa.
  • skrímsli - skrýmsli
  • skrýtinn - skrítinn.
  • skrýtla - skrítla.
  • steylur - steilur.
  • tag - tagi, tæi eða tægi (sjá þágufall)
  • tryppi - trippi

Orð sem eiga sér tvennskonar eða fleiri beygingamyndir[breyta | breyta frumkóða]

  • ævintýr (nf) [10] og ævintýri (nf) [11]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://bin.arnastofnun.is/leit/?id=5755 Fallbeyging orðsins hringur
  2. http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/fn/hver.html[óvirkur tengill] Fallbeyging fornafnsins hver
  3. http://bin.arnastofnun.is/leit/?id=5756 Fallbeyging orðsins leikur
  4. http://bin.arnastofnun.is/leit/?id=12270 Fallbeyging orðsins mær
  5. http://bin.arnastofnun.is/leit/?q=meyja Fallbeyging orðsins meyja
  6. http://bin.arnastofnun.is/leit/?q=snj%C3%B3r Fallbeyging orðsins snjór
  7. http://bin.arnastofnun.is/leit/?q=fj%C3%B3rir Fallbeyging orðsins fjórir
  8. http://bin.arnastofnun.is/leit/?q=snj%C3%B3r Fallbeyging orðsins snjór
  9. http://bin.arnastofnun.is/leit/?id=168350 Fallbeyging orðsins svangur
  10. http://bin.arnastofnun.is/leit/?q=%C3%A6vint%C3%BDr Fallbeyging orðsins ævintýr
  11. http://bin.arnastofnun.is/leit/?q=%C3%A6vint%C3%BDri Fallbeyging orðsins ævintýri