Frumstig
Frumstig (skammstafað sem fst.) er fyrsta stig stigbreytingar, og einnig form lýsingarorða og atviksorða þaðan sem miðstigið og efsta stigið er myndað.
Frumstig í nokkrum málum[breyta | breyta frumkóða]
Frumstig í ensku[breyta | breyta frumkóða]
Í ensku er lýsingarorðið good (góður) óreglulegt frumstig, og er miðstigið af því better (betri) og efsta stigið best (bestur).
Frumstig í frönsku[breyta | breyta frumkóða]
Í frönsku er lýsingarorðið bon (góður) óreglulegt frumstig, og er miðstigið af því meilleur (betri) og efsta stigið le meilleur (bestur).
Frumstig í íslensku[breyta | breyta frumkóða]
Í íslensku er lýsingarorðið góður óreglulegt frumstig, og er miðstigið af því betri og efsta stigið bestur.
Frumstig í latínu[breyta | breyta frumkóða]
Í latínu er lýsingarorðið bonus (góður) óreglulegt frumstig, og er miðstigið af því melior (betri) og efsta stigið optimus (bestur).
Frumstig í spænsku[breyta | breyta frumkóða]
Í spænsku er lýsingarorðið bueno (góður) óreglulegt frumstig, og er miðstigið af því mejor (betri) og efsta stigið el mejor (bestur).