Fara í innihald

Stigbreyting

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Frumstig)

Stigbreyting er hugtak í málfræði. Sum orð, nánast eingöngu lýsingarorð og atviksorð, stigbreytast og geta þá komið fyrir í frumstigi, miðstigi og efsta stigi. Stigbreytingu skal ekki rugla saman við fallbeygingu. Strikið tilstrik (n-strik, strik sem er jafnbreytt bókstafinum n) er notað við upptalningu beygingarmynda.[1]

Stigbreyting lýsingarorða

[breyta | breyta frumkóða]

Flest lýsingarorð stigbreytast, en orðmyndir geta myndast eftir frumstigi, miðstigi og efsta stigi. Stigbreytingin sjálf nefnist regluleg er ef stigin eru mynduð af sama stofni, dæmi um það er orðið ríkur sem stigbreytist ríkur – ríkari – ríkastur[1] þar sem stofninn er rík-. Miðstigið myndast af því að bæta við stofninn -ar- eða -r- og þar fyrir aftan endingum veikrar beygingar lýsingarorða. Á efsta stigi eru tilsvarandi viðskeyti -ast- eða -st- og þar fyrir aftan koma annaðhvort endingar sterkrar eða veikrar beygingar lýsingarorða. Stundum verða hljóðavíxl í stofni lýsingarorða sem stigbreytast reglulega en dæmi um það er lýsingarorðið stór (stigbreyting stór - stærri - stærstur)[1] og lýsingarorðið djúpur (stigbreyting djúpur – dýpri – dýpstur).[1]

Stigbreytingin er óregluleg ef miðstig og efsta stig myndast af öðrum stofni en frumstig eins og lýsingarorðið illur (stigbreyting illurverriverstur).[1]

Sum lýsingarorð hafa hafa mynd í frumstigi og eru miðstigið og efsta stigið þá oftast mynduð af atviksorðum og forsetningum. Flest þessara orða gefa til kynna átt, stefnu eða röð í tíma og rúmi:

  • [austur] – eystri [austari] – austastur[1][2]
  • [aftur] – aftariaftastur[1][3]
  • [nær] – [nærri] – næstur[1][4]

Sum lýsingarorð stigbreytast ekki og eru óbeygjanleg með öllu, þessi orð enda flest á a eða i. Í stað stigbreytingar má skeyta framan við þau orðunum meira og mest:

  • hugsi
  • aflvana
  • andvaka
  • örgeðja

Nokkur lýsingarorð beygjast í föllum og kynjum en ekki í stigum.

  • nógur
  • miður
  • fallegur maður (frumstig) – fallegri maður (miðstig) – fallegasti maðurinn (efsta stig)[1]

Stigbreyting atviksorða

[breyta | breyta frumkóða]

Flest atviksorð stigbreytast.

  • Honum gekk vel. (fs.) ↔ Honum gekk betur. (ms.) ↔ Honum gekk best. (e.s.)
  • Stelpan gekk hratt. (fs.) ↔ Stelpan gekk hraðar. (ms.) ↔ Stelpan gekk hraðast. (e.s.)
  • Krakkinn hoppaði hátt. (fs.) ↔ Krakkinn hoppaði hærra. (ms.) ↔ Krakkinn hoppaði hæst. (e.s.)
  • Færum okkur aftur. (fs.) ↔ Færum okkur aftar. (ms.) ↔ Færum okkur aftast. (e.s.)
  • Þessi þáttur varir lengi. (fs.) ↔ Þessi þáttur varir lengur. (ms.) ↔ Þessi þáttur varir lengst. (e.s.)
  • Förum inn. (fs.) ↔ Förum innar. (ms.) ↔ Förum innst. (e.s.)
  • „Hvernig stigbreytist lýsingarorðið blár?“. Vísindavefurinn.
  • „Ég heyrði því fleygt að það væri ekki málfræðilega rangt að segja "mjúkastur" og "góðastur", heldur væri þetta gömul og úrelt stigbreyting orðanna?“. Vísindavefurinn.
  • Stigbreyting Lýsingarorða[óvirkur tengill] Kafli um stigbreytingu lýsingarorða úr bókinni 'Íslensk beygingarfræði' eftir Colin D. Thomson.
  • Bók um íslenska málfræði

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Stökkva upp til: 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 1,8 Íslenskt mál og almenn málfræðiÞetta strik [–, tilstrik] er einnig notað til að aðgreina beygingarmyndar í upptalningu
  2. „Beyging orðsins „eystri". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  3. „Beyging orðsins „aftari". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  4. „Beyging orðsins „næstur". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.