Fara í innihald

Linköping

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir staðsetningu sveitarfélagsins innan Austur-Gautlanda
Stora torget.
Dómkirkjan.

Linköping (Lyngkaupstaður) er borg í sveitarfélaginu Linköpings kommun í Austur-Gautlandi í Svíþjóð. Bærinn stendur við ána Stångån, skammt frá þeim stað þar sem hún rennur í stöðuvatnið Roxen. Aðalatvinnuvegur í Linköping er iðnaður, en þar eru meðal annars verksmiðjur Saab þar sem framleiddar eru herflugvélar og ýmis hátæknibúnaður. Þar starfa yfir 6.000 manns og Saab er stærsti vinnuveitandinn í Austur-Gautlandi. Ekki má rugla Linköping við Lidköping.

Elsti hluti dómkirkjunnar í Linköping er frá 12. öld en kaþólski skólinn í bænum var stofnaður 1266 og er því sagður elsti sinnar tegundar í Svíþjóð. Vreta-klaustrið var stofnað 1128.

Fram til ársins 1928 var bærinn lítill en þegar Saab byggði flugvélasmiðjur sínar í bænum stækkaði hann ört. Í dag er borgin háskólasetur og eru alls 26.500 stúdentar við nám í Háskólanum í Linköping, Linköpings universitet.

Árið 2018 bjuggu um 159.000 manns í sveitarfélaginu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi landafræðigrein sem tengist Svíþjóð er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.