Jaðrakan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Limosa limosa)
Jaðrakan
Jaðrakan
Jaðrakan
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Snípuætt (Scolopacidae)
Ættkvísl: Jaðrakanar (Limosa)
Brisson, 1760
Tegund:
L. limosa

Undirtegundir:

L. l. limosa Linnaeus, 1758
L. l. islandica Brehm, 1831
L. l. melanuroides Gould, 1846

Tvínefni
Limosa limosa
(Linnaeus, 1758) Brisson, 1760
Dreifing jaðrakans blátt=vetrarseta gult=varpsvæði grænt=bæði, staðfugl
Dreifing jaðrakans blátt=vetrarseta gult=varpsvæði grænt=bæði, staðfugl
Samheiti

Scolopax limosa Linnaeus, 1758

Jaðrakan (fræðiheiti: Limosa limosa) er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl af snípuætt. Fuglinn er álíka stór og spói eða um 40 – 44 sm.

Jaðrakan á flugi

Varpsvæði jaðrakans nær frá Íslandi gegnum Evrópu og svæða í mið-Asíu. Á varptíma er goggur með gul- eða appelsínugulan grunnlit og svart í endann en á veturna er grunnlitur goggs í bleikum tón. Fætur eru dökkgráir, brúnir eða svartir. Kynin líta eins út en á varptíma má þekkja þau á því að bringa, háls og höfuð karlfuglsins er í skærari appelsínugulum lit. Háls og bringa á ungum fuglum er í fölum appelsínugulum lit. Stofnstærð jaðrakana í heiminum er talinn 634.000 til 805.000 fuglar.

Fæða jaðrakansins er aðallega ýmis konar ormar og skordýr og aðrir hryggleysingjar sem halda til í votlendi. Á varptíma eru fræ mikilvægur þáttur í fæðu jaðrakans en utan varptíma er hann í fjörum og á leirum og lifir á ormum, sniglum og ýmiss konar krabbadýrum. Á haustin þegar fuglinn þarf að safna orku fyrir flug á vetrarstöðvar étur hann mikið af berjum.[1]

Íslenskir jaðrakanar eru sérstök deilitegund (Limosa limosa islandica) sem verpir nær eingöngu á Íslandi og hefur vetursetu á svæðinu frá Bretlandi til Íberíuskagans. Fuglarnir koma til varpstöðva á mánaðartímabili frá miðjum apríl til miðs maí. Pörin koma á svipuðum tíma á varpstöðvar þó þau hittist ekki utan varptímans og séu þá ekki á sömu slóðum.[2]

Jaðrakan við hreiður með fjórum eggjum
Limosa limosa

Jaðrakanar eru flestir einkvænisfuglar. Fuglinn verpir þremur til sex eggjum sem eru ólífugræn til dökkbrún. Hann verpir í og við ýmiss konar votlendi eins og flóa, flæðiengi og hallamýrar og er hreiðrið dæld í gróður. Útungun tekur 22 – 24 daga og sitja báðir foreldrar á eggjum. Ungarnir verða fleygir eftir 25 – 30 daga.

Varpsvæði jaðrakana á Íslandi hefur breiðst út frá Suður- og Suðvesturlandi og verpa þeir nú í öllum landshlutum. Fjöldi fugla á Íslandi er talinn um 30.000, þar af sjö til tíu þúsund pör.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jón Már Halldórsson. „Hvað éta jaðrakanar? “. Vísindavefurinn 5.5.2003. http://visindavefur.is/?id=3386. (Skoðað 12.4.2011).
  2. Arrival synchrony in migratory birds (Nature, 2004)
  3. „Náttúrufræðistofa Kópavogs: Vaðfuglar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2016. Sótt 12. apríl 2011.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist